Fyrirsagnir erlendu miðlanna: Gestgjafarnir binda enda á ævintýrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2016 22:18 Strákarnir okkar fagna með stuðningsmönnum í leikslok. vísir/epa Eins og vera ber er fjallað um leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á öllum helstu fréttamiðlum heims. Umfjallanir og fyrirsagnir bera margar keim af því að Íslendingar voru að keppa á EM í fyrsta sinn, því að Frakkar voru gestgjafarnir og unnu okkur með þremur mörkum í kvöld, 5-2. Í umfjöllun Guardian um leikinn segir meðal annars að verðugur andstæðingur, Frakkar, hafi traðkað á ævintýri minnstu þjóðarinnar sem nokkurn tímann hefur komist á EM. Ævintýrinu er slegið upp í fyrirsögn á fótboltamiðlinum Four Four Two þar sem segir að gestgjafarnir hafi bundið enda á ævintýri liðsins sem var að þreyta frumraun sína á EM. Á Goal.com segir að Frakkar hafi loksins brotið ísinn og sent Þjóðverjum skýr skilaboð. Á forsíðu Sky Sports er skemmtilegur orðaleikur, Hot French toast Iceland, en einhverjir kannast við morgunverðinn „french toast.“ Orðaleikurinn er langt því frá eins skemmtilegur á íslensku en útleggst þó einhvern veginn svona: Heitir Frakkar rista Ísland. Í umfjöllun BBC segir Danny Mills, sparkspekingur, að Ísland þurfi nú að einbeita sér að því að komast á HM í Rússlandi árið 2018. „Þessi leikmannahópur getur gert það, þeirra hafa gríðarlega mikið sjálfstraust eftir þessa frammistöðu á EM,“ segir Mills. Á vef Telegraph segir í fyrirsögn að sigur Frakka hafi verið afgerandi á lítilmagnanum. Þá segir á vef AFP að Frakkar hafi hamrað Íslendinga og þannig bókað lokauppgjör við Þjóðverja. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45 Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27 Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Eins og vera ber er fjallað um leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á öllum helstu fréttamiðlum heims. Umfjallanir og fyrirsagnir bera margar keim af því að Íslendingar voru að keppa á EM í fyrsta sinn, því að Frakkar voru gestgjafarnir og unnu okkur með þremur mörkum í kvöld, 5-2. Í umfjöllun Guardian um leikinn segir meðal annars að verðugur andstæðingur, Frakkar, hafi traðkað á ævintýri minnstu þjóðarinnar sem nokkurn tímann hefur komist á EM. Ævintýrinu er slegið upp í fyrirsögn á fótboltamiðlinum Four Four Two þar sem segir að gestgjafarnir hafi bundið enda á ævintýri liðsins sem var að þreyta frumraun sína á EM. Á Goal.com segir að Frakkar hafi loksins brotið ísinn og sent Þjóðverjum skýr skilaboð. Á forsíðu Sky Sports er skemmtilegur orðaleikur, Hot French toast Iceland, en einhverjir kannast við morgunverðinn „french toast.“ Orðaleikurinn er langt því frá eins skemmtilegur á íslensku en útleggst þó einhvern veginn svona: Heitir Frakkar rista Ísland. Í umfjöllun BBC segir Danny Mills, sparkspekingur, að Ísland þurfi nú að einbeita sér að því að komast á HM í Rússlandi árið 2018. „Þessi leikmannahópur getur gert það, þeirra hafa gríðarlega mikið sjálfstraust eftir þessa frammistöðu á EM,“ segir Mills. Á vef Telegraph segir í fyrirsögn að sigur Frakka hafi verið afgerandi á lítilmagnanum. Þá segir á vef AFP að Frakkar hafi hamrað Íslendinga og þannig bókað lokauppgjör við Þjóðverja.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45 Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27 Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45
Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27
Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33