Erlent

Farage hættir að leiða UKIP

Samúel Karl Ólason skrifar
Nigel Farage.
Nigel Farage. Vísir/EPA
Nigel Farage, er hættur að leiða UKIP-flokkinn í Bretlandi. Farage barðist harkalega fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, en hann sagði í ræðu í London í dag að hann hefði aldrei viljað verða atvinnustjórnamálamaður. Hann standi þó enn við bakið á flokkunum og muni styðja nýjan leiðtoga.

Farage sagði að hann hefði ekki mögulega getað afrekað meira. Hann hætti einnig eftir kosningarnar 2015 en tók fram í dag að honum myndi ekki snúast hugur í þetta skipti.

Hann var kosinn á Evrópuþingið árið 1999 en hefur leitt UKIP frá 2006. Hann segir að markmið sitt hafi alla tíð verið að koma Bretlandi úr ESB og það hafi nú tekist. Auk þess sagði Farage að eftir að hann hætti gæti hann nú talað frjálslegra og að hinn raunverulegi Farage yrði nú sýnilegri.

Farage mun vera áfram á Evrópuþinginu næstu tvö árin.

Annar áberandi aðila sem barðist fyrir BREXIT, Boris Johnson, ætlaði sér fyrst að sækjast eftir formannssæti Íhaldsflokksins en hætti við.




Tengdar fréttir

Vilja skjótan skilnað

Leiðtogar Evrópu í Evrópusambandinu vilja skýr svör og skjótan skilnað við Bretland. Mikill hiti var í ráðamönnum þegar Evrópuþing kom saman. Á sama tíma og ráðamenn rífast er ólga í bresku samfélagi. Þingmaðurinn Pat Glass hefur fengið líflátshótanir.

Bretar kjósa að yfirgefa ESB

Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×