Sala nýrra bíla 38% meiri en í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 09:21 Alls hafa selst 12.125 nýir bílar í ár. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.júní hefur aukist um 38% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 12.125 á móti 8.784 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3341 bíla. Sú jákvæða og ánægjulega þróun heldur áfram er kemur að endurnýjun bílaflota landsmanna enda full þörf á því að fækka gömlum óöruggum og mengandi bílum á götunum. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra og sparneytinna bíla er ljóst að losun óæskilegra efna útí andrúmsloftið minnkar og öryggi allra í umferðinni eykst. Stór hluti eða nánast helmingur nýskráðra bíla fer til bílaleiga, enda kallar mikil aukning ferðamanna á meiri þjónustu ferðaþjónustuaðila. Þeir bílar skila sér svo út á almennan markað eftir u.þ.b. 15 mánuði, þá sem ódýrari kostur fyrir þá sem vilja yngja upp fjölskyldubílinn, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.júní hefur aukist um 38% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 12.125 á móti 8.784 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3341 bíla. Sú jákvæða og ánægjulega þróun heldur áfram er kemur að endurnýjun bílaflota landsmanna enda full þörf á því að fækka gömlum óöruggum og mengandi bílum á götunum. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra og sparneytinna bíla er ljóst að losun óæskilegra efna útí andrúmsloftið minnkar og öryggi allra í umferðinni eykst. Stór hluti eða nánast helmingur nýskráðra bíla fer til bílaleiga, enda kallar mikil aukning ferðamanna á meiri þjónustu ferðaþjónustuaðila. Þeir bílar skila sér svo út á almennan markað eftir u.þ.b. 15 mánuði, þá sem ódýrari kostur fyrir þá sem vilja yngja upp fjölskyldubílinn, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent