Sala nýrra bíla 38% meiri en í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 09:21 Alls hafa selst 12.125 nýir bílar í ár. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.júní hefur aukist um 38% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 12.125 á móti 8.784 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3341 bíla. Sú jákvæða og ánægjulega þróun heldur áfram er kemur að endurnýjun bílaflota landsmanna enda full þörf á því að fækka gömlum óöruggum og mengandi bílum á götunum. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra og sparneytinna bíla er ljóst að losun óæskilegra efna útí andrúmsloftið minnkar og öryggi allra í umferðinni eykst. Stór hluti eða nánast helmingur nýskráðra bíla fer til bílaleiga, enda kallar mikil aukning ferðamanna á meiri þjónustu ferðaþjónustuaðila. Þeir bílar skila sér svo út á almennan markað eftir u.þ.b. 15 mánuði, þá sem ódýrari kostur fyrir þá sem vilja yngja upp fjölskyldubílinn, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30.júní hefur aukist um 38% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 12.125 á móti 8.784 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 3341 bíla. Sú jákvæða og ánægjulega þróun heldur áfram er kemur að endurnýjun bílaflota landsmanna enda full þörf á því að fækka gömlum óöruggum og mengandi bílum á götunum. Með áframhaldandi góðri sölu nýrra og sparneytinna bíla er ljóst að losun óæskilegra efna útí andrúmsloftið minnkar og öryggi allra í umferðinni eykst. Stór hluti eða nánast helmingur nýskráðra bíla fer til bílaleiga, enda kallar mikil aukning ferðamanna á meiri þjónustu ferðaþjónustuaðila. Þeir bílar skila sér svo út á almennan markað eftir u.þ.b. 15 mánuði, þá sem ódýrari kostur fyrir þá sem vilja yngja upp fjölskyldubílinn, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent