8% aukning dauðaslysa í bandarísku umferðinni Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 15:01 Bílaumferð í Bandaríkjunum. Nýjustu tölur um dauðaslys í umferðinni í Bandaríkjunum frá National Highway Traffic Safety Administration sýna 8% aukningu þeirra milli áranna 2014 og 2015. Í fyrra létust 35.200 í umferðinni en 32.675 árið 2014. Umferð jókst um 3,5% á milli þessara tveggja ára, svo dauðaslysum hefur fjölgað meira en þeirri aukningu nemur. NHTSA segir að fyrir hverja 100 milljón eknar mílur deyi 1,12 manns í umferðinni. Ennfremur segir NHTSA að 94% af dauðaslysum megi rekja til mistaka ökumanna og í ljósi þess sé ekki bara mikilvægt að búa nýja bíla búnaði sem ver fólk í slysum, heldur einnig búnað sem kemur í veg fyrir að slys eigi sér stað. Þessi fjöldi dauðaslysa í fyrra er sá hæsti frá árinu 2008 og hafði þeim fækkað bæði árin 2014 og 2013. Talsverður munur var á einstaka ríkjum Bandaríkjanna hvað varðar aukningu eða minnkun dauðaslysa og jókst hún um 10% í ríkjum eins og Maine, New Hampshire, Vermont, Massachusetts, Connecticet og Rhode Island. Um 1% minnkun varð hinsvegar í ríkjunum New Mexico, Texas, Oklahoma, Louisiana og Mississippi. Athygliverðust er þó 10% aukning sem orðið hefur á dauðaslysum gangandi vegfarenda sem verða fyrir bílum. Einnig lést 9% fleiri mótorhjólafólk í fyrra en árið áður. Þá voru um þriðjungur allra dauðaslysa rakin til aksturs undir áhrifum. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Nýjustu tölur um dauðaslys í umferðinni í Bandaríkjunum frá National Highway Traffic Safety Administration sýna 8% aukningu þeirra milli áranna 2014 og 2015. Í fyrra létust 35.200 í umferðinni en 32.675 árið 2014. Umferð jókst um 3,5% á milli þessara tveggja ára, svo dauðaslysum hefur fjölgað meira en þeirri aukningu nemur. NHTSA segir að fyrir hverja 100 milljón eknar mílur deyi 1,12 manns í umferðinni. Ennfremur segir NHTSA að 94% af dauðaslysum megi rekja til mistaka ökumanna og í ljósi þess sé ekki bara mikilvægt að búa nýja bíla búnaði sem ver fólk í slysum, heldur einnig búnað sem kemur í veg fyrir að slys eigi sér stað. Þessi fjöldi dauðaslysa í fyrra er sá hæsti frá árinu 2008 og hafði þeim fækkað bæði árin 2014 og 2013. Talsverður munur var á einstaka ríkjum Bandaríkjanna hvað varðar aukningu eða minnkun dauðaslysa og jókst hún um 10% í ríkjum eins og Maine, New Hampshire, Vermont, Massachusetts, Connecticet og Rhode Island. Um 1% minnkun varð hinsvegar í ríkjunum New Mexico, Texas, Oklahoma, Louisiana og Mississippi. Athygliverðust er þó 10% aukning sem orðið hefur á dauðaslysum gangandi vegfarenda sem verða fyrir bílum. Einnig lést 9% fleiri mótorhjólafólk í fyrra en árið áður. Þá voru um þriðjungur allra dauðaslysa rakin til aksturs undir áhrifum.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent