Lífið

Chris Evans hættir í Top Gear

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Chris Evans hefur ekki átt sjö daganna sæla frá því að hann tók við þáttunum Top Gear.
Chris Evans hefur ekki átt sjö daganna sæla frá því að hann tók við þáttunum Top Gear. Vísir/Getty
Sjónvarpsþættirnir Top Gear hafa verið í miklum vandræðum eftir að þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson var rekinn fyrir almennt skítkast á tökustað. BBC vildi þó alls ekki missa þáttinn af dagskrá og því var grínarinn Chris Evans ráðinn í starfið ásamt bandaríska „vininum“ Matt LeBlanc.

Nýju þáttaröðinni af Top Gear lauk í Bretlandi í gær en í dag tilkynnti Chris Evans að hann hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu. Það kemur líklegast í kjölfar þess að lokaþátturinn mældist með lægra áhorf en hann Top Gear hefur gert síðan árið 2002. Talið er að „aðeins“ 1,9 milljón manna hafi horft á lokaþáttinn sem er verulegt fall frá þeim 5 milljónum sem fylgdust reglulega með þáttunum á meðan hann var í blóma.

Matt LeBlanc vill meira.Vísir/Getty
LeBlanc hótaði að hætta

The Guardian greinir frá því að BBC sé í viðræðum við Matt LeBlanc sem á víst að hafa áhuga á því að vera með í annarri þáttaröð. Í síðasta mánuði var því haldið fram af bresku slúðurpressunni að LeBlanc hefði hótað að hætta í þáttunum ef Evans yrði ráðinn áfram. BBC hefur aldrei staðfest þann orðróm.

Breska slúðurpressan hefur keppst við að rífa þættina niður og þá sérstaklega Evans sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir að starfa í útvarpi. Evans var með þriggja ára samning við BBC fyrir þættina. Búist er við því að hann fái einn þriðja af þeim launum sem hann átti að fá fyrir næstu tvö ár greiddar fyrir að hætta


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×