„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2016 20:27 Geir, Aron og Heimir þökkuðu allir kærlega fyrir þann ótrúlega stuðning sem íslenska þjóðin hefur sýnt landsliðinu. Vísir Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32