Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2016 13:00 Vera Ísafold með maríulaxinn sinn Mynd: Ásgeir Heiðar Það eru líklega fáar laxveiðiár sem hafa gefið jafnmarga maríulaxa og Elliðaárnar enda eru þær mikið sóttar af ungum og upprennandi veiðimönnum. Það er alltaf sérstök og skemmtileg stund þegar maríulaxinum er landað og í fyrradag var ung veiðikona, Vera Ísafold, við Elliðaárnar ásamt afa sínum og þar gerði hún sér lítið fyrir og landaði sínum fyrsta laxi. Laxinn tók á maðk í Sjávarfossi og það tók ekki langann tíma að setja í hann en þessi Vera setti í hann og þreytti hann alveg sjálf en sér til halds og trausts naut hún leiðsagnar afa síns sem hélt í peysuna því átökin voru svo mikil að hún var á köflum toguð óþarflega nálægt ánni. Hún á ekki langt að sækja veiðihæfileikann þessi veiðikona því afi hennar sem var með henni við bakkann er enginn annar en Ásgeir Heiðar sem er líklega einn þekktasti veiðimaður og leiðsögumaður landsins. Laxinn var 9 pund og nýgenginn í ánna eins og von er til á þessum árstíma. Veiði gengur annars vel í Elliðaánum og eru göngur í ánna stígandi þessa dagana eins og heilt yfir landið. Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði
Það eru líklega fáar laxveiðiár sem hafa gefið jafnmarga maríulaxa og Elliðaárnar enda eru þær mikið sóttar af ungum og upprennandi veiðimönnum. Það er alltaf sérstök og skemmtileg stund þegar maríulaxinum er landað og í fyrradag var ung veiðikona, Vera Ísafold, við Elliðaárnar ásamt afa sínum og þar gerði hún sér lítið fyrir og landaði sínum fyrsta laxi. Laxinn tók á maðk í Sjávarfossi og það tók ekki langann tíma að setja í hann en þessi Vera setti í hann og þreytti hann alveg sjálf en sér til halds og trausts naut hún leiðsagnar afa síns sem hélt í peysuna því átökin voru svo mikil að hún var á köflum toguð óþarflega nálægt ánni. Hún á ekki langt að sækja veiðihæfileikann þessi veiðikona því afi hennar sem var með henni við bakkann er enginn annar en Ásgeir Heiðar sem er líklega einn þekktasti veiðimaður og leiðsögumaður landsins. Laxinn var 9 pund og nýgenginn í ánna eins og von er til á þessum árstíma. Veiði gengur annars vel í Elliðaánum og eru göngur í ánna stígandi þessa dagana eins og heilt yfir landið.
Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði