Er Skoda á leið til Bandaríkjanna? Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 12:45 Skoda Superb. Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent
Fyrir ríflega 50 árum hætti Skoda að selja bíla í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið til sölu þar síðan. Það gæti þó verið að breytast því Skoda hefur sótt um einkaleyfi á nöfnunum Superb, Octavia og Yeti í Bandaríkjunum og það bendir sterklega til þess að Skoda hugi að innflutningi og sölu á bílum sínum vestanhafs. Umsókn um einkaleyfin þurfa þó ekki að þýða að sala þeirra hefjist þar heldur að Skoda vilji eingöngu vernda þessi bílnöfn svo fyrirtækið missi þau ekki til keppinauta, hvað sem síðar verður. Sumir hafa velt fyrir sér að það að selja Skoda bíla væri gæfulegt spor hjá eiganda Skoda, Volkswagen. Volkswagen á undir högg að sækja með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum eftir uppgötvun díslvélasvindls þeirra. Því gæti verið meira vit í að markaðssetja þar nýtt merki sem þó tilheyrir Volkswagen bílasamstæðunni. Ennfremur eru bílar Skoda skynsamlega hannaðir og fremur ódýrir bílar sem auðveldlega eiga erindi á markað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent