Ættarmót allra Íslendinga Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2016 09:30 Friðrik Ómar segir mikið stuð og stemningu hafa verið á tónleikunum í fyrra en hér má sjá hópinn sem kom fram þá ásamt tónleikagestum. Mynd/Rigg Líkt og farið er yfir á blaðsíðunni hér fyrir framan úir og grúir af alls kyns bæjarhátíðum vítt og breitt um landið í sumar. Ein af þeim hátíðum sem haldnar eru árlega er Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem fer fram þann 6. ágúst næstkomandi en órjúfanlegur hluti af þeim hátíðarhöldum er ekki bara að skella í sig fiskisúpu heldur einnig tónleikaveisla á hafnarsvæðinu auk flugeldasýningar. Mikil fjöldi fólks hefur sótt hátíðina heim og segir Friðrik Ómar hjá Rigg viðburðum því töluverða pressu vera á því að tónleikarnir séu hinir glæsilegustu og eitthvað fyrir alla að sjá. „Þetta er bara stórt ættarmót sem öllum Íslendingum er boðið á. Það er enginn aðgangseyrir nema bara það að ganga vel um og þetta hefur alltaf tekist frábærlega,“ segir Friðrik hress og kátur. Í ár verður öllu til tjaldað og lofar Friðrik góðu stuði en í ár koma fram Eyþór Ingi, Friðrik Ómar, Matti Matt, Dagur Sigurðsson, Gissur Páll, Helena Eyjólfs, Hulda Björk, Jóhanna Guðrún, KK, Laddi, Magni, Regína, Salka Sól, Selma Björns, BMX, Karlakór Dalvíkur, Kvennakórinn Salka ásamt hljómsveit Rigg viðburða. Er þetta í fjórða skiptið sem viðburðafyrirtækið efnir til stórtónleika í samstarfi við Fiskidaginn og Samherja. Íslendingar eru auðvitað oft og tíðum talsvert uppteknir af veðrinu og segist Friðrik sjálfur búast við góðu veðri fyrir hátíðarhöldin, undanfarin ár hafi gefið tilefni til þess. „Það er alltaf gott veður á Fiskideginum mikla og ég er ekkert að djóka með það.“ Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Sjá meira
Líkt og farið er yfir á blaðsíðunni hér fyrir framan úir og grúir af alls kyns bæjarhátíðum vítt og breitt um landið í sumar. Ein af þeim hátíðum sem haldnar eru árlega er Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem fer fram þann 6. ágúst næstkomandi en órjúfanlegur hluti af þeim hátíðarhöldum er ekki bara að skella í sig fiskisúpu heldur einnig tónleikaveisla á hafnarsvæðinu auk flugeldasýningar. Mikil fjöldi fólks hefur sótt hátíðina heim og segir Friðrik Ómar hjá Rigg viðburðum því töluverða pressu vera á því að tónleikarnir séu hinir glæsilegustu og eitthvað fyrir alla að sjá. „Þetta er bara stórt ættarmót sem öllum Íslendingum er boðið á. Það er enginn aðgangseyrir nema bara það að ganga vel um og þetta hefur alltaf tekist frábærlega,“ segir Friðrik hress og kátur. Í ár verður öllu til tjaldað og lofar Friðrik góðu stuði en í ár koma fram Eyþór Ingi, Friðrik Ómar, Matti Matt, Dagur Sigurðsson, Gissur Páll, Helena Eyjólfs, Hulda Björk, Jóhanna Guðrún, KK, Laddi, Magni, Regína, Salka Sól, Selma Björns, BMX, Karlakór Dalvíkur, Kvennakórinn Salka ásamt hljómsveit Rigg viðburða. Er þetta í fjórða skiptið sem viðburðafyrirtækið efnir til stórtónleika í samstarfi við Fiskidaginn og Samherja. Íslendingar eru auðvitað oft og tíðum talsvert uppteknir af veðrinu og segist Friðrik sjálfur búast við góðu veðri fyrir hátíðarhöldin, undanfarin ár hafi gefið tilefni til þess. „Það er alltaf gott veður á Fiskideginum mikla og ég er ekkert að djóka með það.“
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“