Nýr Citroën C3 með Cactus-útliti Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 11:00 Nýr Citroën C3. Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cactus og er kominn með samskonar hnjaskbólur á hliðunum. Bíllinn er einnig kominn með annan lit á þakinu og vindkljúf að aftan. Bíllinn er nú 399 mm langur og með stærra 300 lítra skott. Ein af nýjungunum sem kynnt er í þessum bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreinaskiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensínvélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cactus og er kominn með samskonar hnjaskbólur á hliðunum. Bíllinn er einnig kominn með annan lit á þakinu og vindkljúf að aftan. Bíllinn er nú 399 mm langur og með stærra 300 lítra skott. Ein af nýjungunum sem kynnt er í þessum bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreinaskiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensínvélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent