Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Flóttamenn eru í mikilli neyð um allan heim. Í Noregi hefur fjöldamarkmiðum ekki verið náð um að senda hælisleitendur sjálfviljuga. Mynd/Epa Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælisleitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörfina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikilvægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður verði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðning sem þennan. Í Noregi var markmiðið að aðstoða 2.300 hælisleitendur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst samstarfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og upprunaland hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælisleitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þolendur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir kærunefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum séu reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælisleitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörfina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikilvægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður verði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðning sem þennan. Í Noregi var markmiðið að aðstoða 2.300 hælisleitendur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst samstarfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og upprunaland hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælisleitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þolendur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir kærunefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum séu reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira