Myndbandið sýnir erlendum ferðamönnum hvernig þeir eiga að haga akstri á Íslandi við mismunandi aðstæður, til að mynda þegar einbreið brú er framundan, þegar vegur breytist úr bundnu slitlagi yfir í malarveg eða þegar kindur eru nálægt svo dæmi séu tekin.
Myndbandið er hluti af herferðinni Iceland Academy sem miðar að því að kenna ferðamönnum að ferðast um Ísland á öruggan og ábyrgan máta.
Fleiri myndbönd hafa verið gerð undir merkjum Iceland Academy en markmiðið er að upplýsa ferðamenn með skemmtilegum hætti um ýmislegt sem varðar dvöl þeirra á Íslandi. Kennt er hvernig á að umgangast náttúru Íslands, hvar má tjalda og hvernig eigi að hegða sér á baðstöðum.