Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2016 14:45 En stuðningurinn var samt magnaður eins og alltaf. vísir/vilhelm Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira