Yfir milljón Mercedes-Benz á hálfu ári Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2016 09:11 Mercedes Benz GLE Coupe. Mercedes-Benz setti nýtt sölumet á fyrri hluta ársins 2016 en þýski lúxusbílaframleiðandinn seldi rúmlega milljón bíla á fyrstu sex mánuðum ársins. Mercedes-Benz hefur aldrei áður í langri sögu fyrirtækisins afhent svo marga bíla á hálfu ári. Söluaukningin nemur 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Í Kína jókst salan um 30% á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í Evrópu var söluaukningin 13,3%. Mercedes-Benz seldi alls 188.444 bíla í júní og setti sölumet í mánuðinum en þetta er fertugasti mánuðurinn í röð sem Mercedes-Benz setur sölumet í sem er einstakur árangur. ,,Við erum ákfalega stolt og ánægð að hafa náð að afhenta milljón bíla til viðskitpavina um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er í fyrsta skipti í sögu fyrirtæksins sem við förum yfir milljón bíla markið á aðeins sex mánuðum. Þriðji hver bíll sem Mercedes-Benz seldi á fyrri hluta ársins eru sportjeppar sem sýnir hversu vel hefur tekist til með nýja línu sportjeppanna GLE, GLC og GLA. Miðað við þessa miklu sölu þá teljum við að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með sportjeppanna frá Mercedes-Benz," segir Ola Källenius, stjórnarmaður hjá Daimler AG, sem framleiðir Mercedes-Benz bílana. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent
Mercedes-Benz setti nýtt sölumet á fyrri hluta ársins 2016 en þýski lúxusbílaframleiðandinn seldi rúmlega milljón bíla á fyrstu sex mánuðum ársins. Mercedes-Benz hefur aldrei áður í langri sögu fyrirtækisins afhent svo marga bíla á hálfu ári. Söluaukningin nemur 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Í Kína jókst salan um 30% á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í Evrópu var söluaukningin 13,3%. Mercedes-Benz seldi alls 188.444 bíla í júní og setti sölumet í mánuðinum en þetta er fertugasti mánuðurinn í röð sem Mercedes-Benz setur sölumet í sem er einstakur árangur. ,,Við erum ákfalega stolt og ánægð að hafa náð að afhenta milljón bíla til viðskitpavina um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er í fyrsta skipti í sögu fyrirtæksins sem við förum yfir milljón bíla markið á aðeins sex mánuðum. Þriðji hver bíll sem Mercedes-Benz seldi á fyrri hluta ársins eru sportjeppar sem sýnir hversu vel hefur tekist til með nýja línu sportjeppanna GLE, GLC og GLA. Miðað við þessa miklu sölu þá teljum við að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með sportjeppanna frá Mercedes-Benz," segir Ola Källenius, stjórnarmaður hjá Daimler AG, sem framleiðir Mercedes-Benz bílana.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent