BMW og Nissan í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2016 10:01 Frá Formula E keppninni. BMW hefur tengst Formula E keppnisröð rafmagnsbíla hingað til með því að útvega öryggisbíl til keppninnar í formi BMW i8 bíls, auk BMW i3 sjúkrabíla. Það gæti breyst á næstunni en BMW er nú að íhuga að vera með eigin keppnisbíla í þessari vaxandi keppnisröð. Nissan hefur ekki enn sem komið verið með keppnisbíla þar þó svo samstarfsfyrirtækið Renault hafi gert það. Þar á bæ er einnig mikill áhugi á að bætast við keppnisbílaflotann. Þetta gæti gerst bæði í tilfelli BMW og Nissan strax á næsta keppnistímabili. Nú þegar hafa 10 lið kynnt þátttöku sína á næsta tímabili, en gæti því fjölgað í 12 lið. Nissan þarf að leita samþykkis hjá Renault-Nissan Alliance áður en til þess kemur að Nissan bílar keppi við Renault bíla. Það kemur alls ekki á óvart að BMW og Nissan vilji gera sig gildandi í keppni rafmagnsbíla sé horft til þess hve mikla áherslu bæði fyrirtækin leggja á framleiðslu rafmagnsbíla til almennings. Nissan Leaf og BMW i3 og i8 bílarnir eru meðal söluhæstu rafmagnsbíla heims og reyndar er Nissan Leaf bíllinn sá allra söluhæsti. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent
BMW hefur tengst Formula E keppnisröð rafmagnsbíla hingað til með því að útvega öryggisbíl til keppninnar í formi BMW i8 bíls, auk BMW i3 sjúkrabíla. Það gæti breyst á næstunni en BMW er nú að íhuga að vera með eigin keppnisbíla í þessari vaxandi keppnisröð. Nissan hefur ekki enn sem komið verið með keppnisbíla þar þó svo samstarfsfyrirtækið Renault hafi gert það. Þar á bæ er einnig mikill áhugi á að bætast við keppnisbílaflotann. Þetta gæti gerst bæði í tilfelli BMW og Nissan strax á næsta keppnistímabili. Nú þegar hafa 10 lið kynnt þátttöku sína á næsta tímabili, en gæti því fjölgað í 12 lið. Nissan þarf að leita samþykkis hjá Renault-Nissan Alliance áður en til þess kemur að Nissan bílar keppi við Renault bíla. Það kemur alls ekki á óvart að BMW og Nissan vilji gera sig gildandi í keppni rafmagnsbíla sé horft til þess hve mikla áherslu bæði fyrirtækin leggja á framleiðslu rafmagnsbíla til almennings. Nissan Leaf og BMW i3 og i8 bílarnir eru meðal söluhæstu rafmagnsbíla heims og reyndar er Nissan Leaf bíllinn sá allra söluhæsti.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent