Verulegur skellur Frosti Logason skrifar 30. júní 2016 07:00 Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í síðustu viku er verulegur skellur fyrir heilbrigða skynsemi. Englendingar sem sátu fyrir svörum blaðamanna þegar Íslendingar höfðu slegið þá út úr Evrópukeppninni á dögunum töluðu um að þessir tveir atburðir væru sem allar heimsins hamfarir hefðu dunið á þeim í einni og sömu vikunni. En hvað gerðist? Af hverju kusu Bretar að fleygja sér fram af hengibrún óvissunnar, kasta frá sér fjórfrelsinu og innri markaðnum þrátt fyrir að öll eðlileg hugsun mælti gegn því? Er lýðræðið virkilega orðið þetta rotnandi hræ sem Mussolini heitinn lýsti yfir á sínum tíma? Það hefur komið í ljós að illa upplýst gamalmenni létu gabba sig í aðdraganda kosninganna. Sótsvartur almúginn beit á agnið þegar útgönguhreyfingin slengdi fram loforðum um 350 milljón punda aukningu í breska heilbrigðiskerfið. Hann kokgleypti bullið um að Bretland yrði undanskilið fólksflutningaáhrifum hnattvæðingarinnar. Almúginn lét óheiðarlegan hræðsluáróður steypa sér aftur í öld heimskunnar. Í nýafstöðnum kosningum hér heima var líka fullt af fólki sem lét glepjast af óheiðarleika. Fólki var ýmist talin trú um að vinsælasti frambjóðandinn væri í raun landráðamaður gamla Evrópubandalagsins eða hann gerður út af reykfylltum bakherberjum Valhallar. Hugsið ykkur ef unga fólkið hefði setið heima á sófanum á meðan allir hlustendur Útvarps Sögu hefðu þegið skutl frá kosningaskrifstofunni á Grensásvegi. Þá hefðum við hugsanlega getað vaknað upp við hausverk lífs okkar. Sá skellur hefði bæði verið varanlegur og verulegur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í síðustu viku er verulegur skellur fyrir heilbrigða skynsemi. Englendingar sem sátu fyrir svörum blaðamanna þegar Íslendingar höfðu slegið þá út úr Evrópukeppninni á dögunum töluðu um að þessir tveir atburðir væru sem allar heimsins hamfarir hefðu dunið á þeim í einni og sömu vikunni. En hvað gerðist? Af hverju kusu Bretar að fleygja sér fram af hengibrún óvissunnar, kasta frá sér fjórfrelsinu og innri markaðnum þrátt fyrir að öll eðlileg hugsun mælti gegn því? Er lýðræðið virkilega orðið þetta rotnandi hræ sem Mussolini heitinn lýsti yfir á sínum tíma? Það hefur komið í ljós að illa upplýst gamalmenni létu gabba sig í aðdraganda kosninganna. Sótsvartur almúginn beit á agnið þegar útgönguhreyfingin slengdi fram loforðum um 350 milljón punda aukningu í breska heilbrigðiskerfið. Hann kokgleypti bullið um að Bretland yrði undanskilið fólksflutningaáhrifum hnattvæðingarinnar. Almúginn lét óheiðarlegan hræðsluáróður steypa sér aftur í öld heimskunnar. Í nýafstöðnum kosningum hér heima var líka fullt af fólki sem lét glepjast af óheiðarleika. Fólki var ýmist talin trú um að vinsælasti frambjóðandinn væri í raun landráðamaður gamla Evrópubandalagsins eða hann gerður út af reykfylltum bakherberjum Valhallar. Hugsið ykkur ef unga fólkið hefði setið heima á sófanum á meðan allir hlustendur Útvarps Sögu hefðu þegið skutl frá kosningaskrifstofunni á Grensásvegi. Þá hefðum við hugsanlega getað vaknað upp við hausverk lífs okkar. Sá skellur hefði bæði verið varanlegur og verulegur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun