Willum: Við erum með betra fótboltalið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 22:40 Willum hvetur sína menn áfram í kvöld. Vísir/Eyþór Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld í ágætum 2-1 sigri KR á n-írska liðinu Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar. Var hinn nýbakaði, en reynslumikli þjálfari, þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og spila hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en leikmenn þess sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði hann mikið á sína leikmenn á meðan þeim stóð. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu í föstu leikatriðunum. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“ Liðin spila aftur eftir slétta viku á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld í ágætum 2-1 sigri KR á n-írska liðinu Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar. Var hinn nýbakaði, en reynslumikli þjálfari, þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og spila hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en leikmenn þess sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði hann mikið á sína leikmenn á meðan þeim stóð. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu í föstu leikatriðunum. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“ Liðin spila aftur eftir slétta viku á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30