Fín byrjun í Straumfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2016 18:00 Veiði er hafin í Straumfjarðará og þetta er enn ein glæsilega opnunin á þessum laxveiðisumri sem er þó bara rétt hafið. Það þorir engin að spá til um framhaldið en ef eins árs laxinn skilar sér í sama mæli og tveggja ára laxinn er ljóst að gott sumar er í vændum og Straumfjarðará verður ekki undanskilin því en veiðin í ánni hefur oft verið ótrúlega góð miðað við hvað það er veitt á fáar stangir. Opnunardagurinn núna gaf 9 laxa á tvær stangir og það er gott á alla mælikvarða og það er spennandi að sjá hvernig næstu dagar verða því Sjávarfossinn var að fyllast af eins árs laxi. Það er fiskur um alla á en þeir veiðistaðir sem gáfu laxa núna voru Sjávarfoss, Húshylur, Nýjabrú, Gíslakvörn og Rjúkandi. En stærsti lax dagsins tók Green Braham, hjá Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í Gíslakvörn - 77 cm hrygna sem fékk líf eins og reglur kveða á um. Meðalveiði í Straumfjarðará frá 1974 til 2008 er 370 laxar. Minnst 1987 en þá veiddust 161 laxar í ánni en mest var veiðin 2013 þegar það veiddust 785 laxar. Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Veiði er hafin í Straumfjarðará og þetta er enn ein glæsilega opnunin á þessum laxveiðisumri sem er þó bara rétt hafið. Það þorir engin að spá til um framhaldið en ef eins árs laxinn skilar sér í sama mæli og tveggja ára laxinn er ljóst að gott sumar er í vændum og Straumfjarðará verður ekki undanskilin því en veiðin í ánni hefur oft verið ótrúlega góð miðað við hvað það er veitt á fáar stangir. Opnunardagurinn núna gaf 9 laxa á tvær stangir og það er gott á alla mælikvarða og það er spennandi að sjá hvernig næstu dagar verða því Sjávarfossinn var að fyllast af eins árs laxi. Það er fiskur um alla á en þeir veiðistaðir sem gáfu laxa núna voru Sjávarfoss, Húshylur, Nýjabrú, Gíslakvörn og Rjúkandi. En stærsti lax dagsins tók Green Braham, hjá Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í Gíslakvörn - 77 cm hrygna sem fékk líf eins og reglur kveða á um. Meðalveiði í Straumfjarðará frá 1974 til 2008 er 370 laxar. Minnst 1987 en þá veiddust 161 laxar í ánni en mest var veiðin 2013 þegar það veiddust 785 laxar.
Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði