Þrætuepli með glassúr 22. júní 2016 07:00 Heima hjá mér er ekki rifist mikið. Ég bar gæfu til að velja mér kærasta sem er sammála mér í öllum meginatriðum. Það á við um mig eins og alla aðra, að því fleiri sem eru sammála mér því oftar finnst mér ég hafa rétt fyrir mér. Þegar sá fátíði atburður verður að við hjónaleysin rífumst er kveikjan yfirleitt smávægileg en úr verður harmþrungið rifrildi um aðferðafræði hins í rifrildinu. Upphafleg ástæða gleymist og í staðinn tekur við löng umræða um hvað hinn sagði og hvað hefði verið betra orðalag. Í lokin er niðurstaðan yfirleitt að taka á sig sök að hluta fyrir eitthvað sem óvarlega var sagt en halda sig við að hafa verið í rétti að mestu. Síðast þegar við rifumst var ég svo sannfærð um réttmæti minnar hliðar að ég fór heim með sérbakað vínarbrauð með bleikum glassúr, sem er leiðin að hjarta kærastans, til þess að hann gæti ekki haldið áfram að benda mér á að ég hafi verið í órétti. Íslensk stjórnmál eru svona. Þeir sem bjóða sig fram til að eiga „samtalið“ og „hefja umræðuna á æðra plan“ lifa í útópískum veruleika um íslensku þjóðina. Á Íslandi höfum við aldrei tekið upplýsta umræðu og komist að sameiginlegri niðurstöðu um eitthvað. Þau þrætuepli sem íslenska þjóðin hefur á endanum étið ofan í sig hafa öll verið þess eðlis að hluti þjóðarinnar nartar í það af fúsum og frjálsum vilja en eplinu er troðið ofan í hinn hluta hennar. Svo meltum við eplið, sættum okkur við það og hungrar í eitthvað annað. Ást mín og kærastans kviknaði enda í stjórnmálaflokki – og þó við höfum sagt skilið við þann flokk gleymast aðferðirnar ekki svo glatt. Bleikt vínarbrauð kemur í staðinn fyrir súrt eplið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Heima hjá mér er ekki rifist mikið. Ég bar gæfu til að velja mér kærasta sem er sammála mér í öllum meginatriðum. Það á við um mig eins og alla aðra, að því fleiri sem eru sammála mér því oftar finnst mér ég hafa rétt fyrir mér. Þegar sá fátíði atburður verður að við hjónaleysin rífumst er kveikjan yfirleitt smávægileg en úr verður harmþrungið rifrildi um aðferðafræði hins í rifrildinu. Upphafleg ástæða gleymist og í staðinn tekur við löng umræða um hvað hinn sagði og hvað hefði verið betra orðalag. Í lokin er niðurstaðan yfirleitt að taka á sig sök að hluta fyrir eitthvað sem óvarlega var sagt en halda sig við að hafa verið í rétti að mestu. Síðast þegar við rifumst var ég svo sannfærð um réttmæti minnar hliðar að ég fór heim með sérbakað vínarbrauð með bleikum glassúr, sem er leiðin að hjarta kærastans, til þess að hann gæti ekki haldið áfram að benda mér á að ég hafi verið í órétti. Íslensk stjórnmál eru svona. Þeir sem bjóða sig fram til að eiga „samtalið“ og „hefja umræðuna á æðra plan“ lifa í útópískum veruleika um íslensku þjóðina. Á Íslandi höfum við aldrei tekið upplýsta umræðu og komist að sameiginlegri niðurstöðu um eitthvað. Þau þrætuepli sem íslenska þjóðin hefur á endanum étið ofan í sig hafa öll verið þess eðlis að hluti þjóðarinnar nartar í það af fúsum og frjálsum vilja en eplinu er troðið ofan í hinn hluta hennar. Svo meltum við eplið, sættum okkur við það og hungrar í eitthvað annað. Ást mín og kærastans kviknaði enda í stjórnmálaflokki – og þó við höfum sagt skilið við þann flokk gleymast aðferðirnar ekki svo glatt. Bleikt vínarbrauð kemur í staðinn fyrir súrt eplið.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun