Bretar kjósa um ESB Þorvaldur Gylfason skrifar 23. júní 2016 07:00 Charles de Gaulle forseti Frakklands 1959-1969 efaðist um að Bretar ættu heima í ESB. Honum þóttu þeir sérlundaðir og hallir undir Bandaríkin og taldi ESB betur borgið án Breta. Þegar de Gaulle féll frá 1970 sagði eftirmaður hans, George Pompidou: Frakkland er ekkja. Tveim árum eftir fráfall de Gaulles var Bretum hleypt inn í ESB. Þá var við völd í Bretlandi ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forustu Edwards Heath forsætisráðherra. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið var haldin þrem árum síðar, 1975, þegar Verkamannaflokkurinn hafði tekið við landstjórninni undir forustu Harolds Wilson forsætisráðherra, og lýstu 67% kjósenda sig hlynnta inngöngunni eftir á.Friður og vörn gegn frekari hnignun Rökin fyrir inngöngu Breta í ESB voru tvíþætt. Í fyrsta lagi þótti Bretum rétt að eiga aðild að friðarsambandi sem var ætlað að binda Þjóðverja og aðrar Evrópuþjóðir svo traustum böndum að Þjóðverjar myndu aldrei aftur hefja stríð gegn grönnum sínum. Í annan stað hafði Bretland dregizt aftur úr öðrum þjóðum í efnahagslegu tilliti, ekki bara Bandaríkjunum heldur einnig Frakklandi og Þýzkalandi. Efnahagshnignun Bretlands var á allra vörum. Heimsveldið þar sem sólin hneig aldrei til viðar leið undir lok eftir heimsstyrjöldina síðari. Nýlendurnar í Afríku og Asíu tóku sér þá allar sjálfstæði, fyrst Indland 1947 og önnur Asíulönd, síðan Gana 1956 og önnur Afríkulönd. Um hnignun Bretlands miðað við önnur Evrópulönd eftir stríð má hafa margt til marks. Hér skulum við skoða þjóðartekjur á hverja vinnustund, öðru nafni framleiðni vinnuafls, einn skásta lífskjarakvarða sem völ er á. Dragðu nú andann djúpt, lesandi góður, og búðu þig undir talnahríð. Heimildin er hagtölur hagfræðinga í Groningen-háskóla í Hollandi sem hafa sérhæft sig í slíkum tölum. Árið 1950 voru tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi 41% hærri en í Frakklandi og 85% hærri en í Þýzkalandi sem hafði tapað stríðinu. Brezka ljónið hafði líka komið laskað út úr styrjöldinni en bar samt af Frökkum og Þjóðverjum í efnahagslegu tilliti. Eftir 1950 drógust Bretar hratt aftur úr Frökkum og Þjóðverjum. Árið 1962 fóru tekjur á hverja vinnustund í Frakklandi fram úr Bretlandi og 1965 fóru tekjur á hverja vinnustund í Þýzkalandi einnig fram úr Bretlandi. Hnignunin vatt upp á sig. Þegar Bretar gengu inn í ESB 1973 voru tekjur á hverja brezka vinnustund komnar niður í 81% af tekjum á hverja franska vinnustund og niður í 90% af tekjum á hverja þýzka vinnustund. Tuttugu árum síðar, 1992, voru tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi aðeins 76% af tekjum á hverja vinnustund í Frakklandi og Þýzkalandi. Hlutföllin hafa haldizt nær óhögguð frá þeim tíma.Margréti Thatcher að þakka? Nei Einhverjir kynnu að halda að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forustu Margrétar Thatcher og Johns Major 1979-1997 hafi átt mestan þátt í að stöðva hnignun Bretlands, en hagtölur styðja ekki þá skoðun. Tölfræðiathuganir brasilíska hagfræðingsins Nauros Campos, prófessors í London, og samverkamanna hans tímasetja umskiptin um 1973 þegar Bretar gengu í ESB, ekki 1979 þegar Thatcher tók við landstjórninni. Campos og félagar miða við þjóðartekjur á mann frekar en vinnustund eins og ég geri að framan.Samanburður við Bandaríkin Árið 1950 voru tekjur á hverja brezka vinnustund 61% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkjunum. Kaninn stóð með pálmann í höndunum eftir stríð. Þegar Bretar gengu í ESB 1973 hafði hlutfallið milli Bretlands og Bandaríkjanna mjakazt upp í 63%. Síðan þá hafa Bretar smám saman dregið á Bandaríkjamenn. Tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi 2015 voru 75% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkjunum líkt og 1992 og 78% af tekjum á hverja vinnustund í Frakklandi og Þýzkalandi. Hlutföllin milli Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna, Frakklands og Þýzkalands hins vegar hafa því haldizt nær óbreytt í aldarfjórðung. Evrópa hefur eigi að síður dregið á Bandaríkin frá stríðslokum. Þjóðartekjur á hverja vinnustund í Frakklandi sem höfðu verið 43% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkjunum 1950 voru t.d. orðnar jafnháar og í Bandaríkjunum 1988 og hafa verið hærri en þar vestra síðan þá ef allra síðustu ár sem hafa verið Evrópu erfið eru undan skilin (Frakkland liggur nú 4% undir Bandaríkjunum á þennan kvarða). ESB-löndin njóta skjóls hvert af öðru og hafa því flest tekið svipuðum framförum undangenginn aldarfjórðung.Efnahagsmál eða stjórnmál? Yfirgnæfandi hluti brezkra hagfræðinga mun í dag greiða atkvæði gegn úrsögn Breta úr ESB í samræmi við túlkun hagsögunnar hér að framan. Fleira hangir þó á spýtunni en efnahagssjónarmið. Evrópa hefur undangengna áratugi tekið stakkaskiptum á flestum sviðum. Aukin viðskipti innan álfunnar fyrir tilstilli ESB bæta lífskjör á heildina litið. Fyrir tilstuðlan ESB hefur tekizt að leysa upp einokunarhringa sem einstök lönd réðu ekki við. Ferðalög og fólksflutningar ganga mun greiðar en áður. ESB-löndum hefur tekizt að halda friðinn. Stríður straumur flóttamanna til Evrópu vitnar um sterkt aðdráttarafl álfunnar en hefur einnig ýtt undir þjóðrembu og daður við fasisma. Fari svo að Bretar kjósi í dag að ganga úr ESB munu Skotar varla una því að Englendingar dragi þá með sér út úr ESB. Norður-Írar munu einnig hugsa sinn gang. Ef England byrjar aftur að dragast aftur úr Frakklandi og Þýzkalandi, verður Norður-Írlandi þá ekki betur borgið ef það sameinast Írlandi til að geta verið áfram í ESB? Hvað gerir Wales þá? Þessu þurfa brezkir kjósendur að velta fyrir sér og einnig hættunni á að úrsögn Bretlands úr ESB leiði til úrsagnar annarra landa. Fækkun aðildarlanda ESB myndi veikja Evrópu inn á við jafnt sem út á við og auka hættuna á ýfingum og jafnvel ófriði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Charles de Gaulle forseti Frakklands 1959-1969 efaðist um að Bretar ættu heima í ESB. Honum þóttu þeir sérlundaðir og hallir undir Bandaríkin og taldi ESB betur borgið án Breta. Þegar de Gaulle féll frá 1970 sagði eftirmaður hans, George Pompidou: Frakkland er ekkja. Tveim árum eftir fráfall de Gaulles var Bretum hleypt inn í ESB. Þá var við völd í Bretlandi ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forustu Edwards Heath forsætisráðherra. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið var haldin þrem árum síðar, 1975, þegar Verkamannaflokkurinn hafði tekið við landstjórninni undir forustu Harolds Wilson forsætisráðherra, og lýstu 67% kjósenda sig hlynnta inngöngunni eftir á.Friður og vörn gegn frekari hnignun Rökin fyrir inngöngu Breta í ESB voru tvíþætt. Í fyrsta lagi þótti Bretum rétt að eiga aðild að friðarsambandi sem var ætlað að binda Þjóðverja og aðrar Evrópuþjóðir svo traustum böndum að Þjóðverjar myndu aldrei aftur hefja stríð gegn grönnum sínum. Í annan stað hafði Bretland dregizt aftur úr öðrum þjóðum í efnahagslegu tilliti, ekki bara Bandaríkjunum heldur einnig Frakklandi og Þýzkalandi. Efnahagshnignun Bretlands var á allra vörum. Heimsveldið þar sem sólin hneig aldrei til viðar leið undir lok eftir heimsstyrjöldina síðari. Nýlendurnar í Afríku og Asíu tóku sér þá allar sjálfstæði, fyrst Indland 1947 og önnur Asíulönd, síðan Gana 1956 og önnur Afríkulönd. Um hnignun Bretlands miðað við önnur Evrópulönd eftir stríð má hafa margt til marks. Hér skulum við skoða þjóðartekjur á hverja vinnustund, öðru nafni framleiðni vinnuafls, einn skásta lífskjarakvarða sem völ er á. Dragðu nú andann djúpt, lesandi góður, og búðu þig undir talnahríð. Heimildin er hagtölur hagfræðinga í Groningen-háskóla í Hollandi sem hafa sérhæft sig í slíkum tölum. Árið 1950 voru tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi 41% hærri en í Frakklandi og 85% hærri en í Þýzkalandi sem hafði tapað stríðinu. Brezka ljónið hafði líka komið laskað út úr styrjöldinni en bar samt af Frökkum og Þjóðverjum í efnahagslegu tilliti. Eftir 1950 drógust Bretar hratt aftur úr Frökkum og Þjóðverjum. Árið 1962 fóru tekjur á hverja vinnustund í Frakklandi fram úr Bretlandi og 1965 fóru tekjur á hverja vinnustund í Þýzkalandi einnig fram úr Bretlandi. Hnignunin vatt upp á sig. Þegar Bretar gengu inn í ESB 1973 voru tekjur á hverja brezka vinnustund komnar niður í 81% af tekjum á hverja franska vinnustund og niður í 90% af tekjum á hverja þýzka vinnustund. Tuttugu árum síðar, 1992, voru tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi aðeins 76% af tekjum á hverja vinnustund í Frakklandi og Þýzkalandi. Hlutföllin hafa haldizt nær óhögguð frá þeim tíma.Margréti Thatcher að þakka? Nei Einhverjir kynnu að halda að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forustu Margrétar Thatcher og Johns Major 1979-1997 hafi átt mestan þátt í að stöðva hnignun Bretlands, en hagtölur styðja ekki þá skoðun. Tölfræðiathuganir brasilíska hagfræðingsins Nauros Campos, prófessors í London, og samverkamanna hans tímasetja umskiptin um 1973 þegar Bretar gengu í ESB, ekki 1979 þegar Thatcher tók við landstjórninni. Campos og félagar miða við þjóðartekjur á mann frekar en vinnustund eins og ég geri að framan.Samanburður við Bandaríkin Árið 1950 voru tekjur á hverja brezka vinnustund 61% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkjunum. Kaninn stóð með pálmann í höndunum eftir stríð. Þegar Bretar gengu í ESB 1973 hafði hlutfallið milli Bretlands og Bandaríkjanna mjakazt upp í 63%. Síðan þá hafa Bretar smám saman dregið á Bandaríkjamenn. Tekjur á hverja vinnustund á Bretlandi 2015 voru 75% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkjunum líkt og 1992 og 78% af tekjum á hverja vinnustund í Frakklandi og Þýzkalandi. Hlutföllin milli Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna, Frakklands og Þýzkalands hins vegar hafa því haldizt nær óbreytt í aldarfjórðung. Evrópa hefur eigi að síður dregið á Bandaríkin frá stríðslokum. Þjóðartekjur á hverja vinnustund í Frakklandi sem höfðu verið 43% af tekjum á hverja vinnustund í Bandaríkjunum 1950 voru t.d. orðnar jafnháar og í Bandaríkjunum 1988 og hafa verið hærri en þar vestra síðan þá ef allra síðustu ár sem hafa verið Evrópu erfið eru undan skilin (Frakkland liggur nú 4% undir Bandaríkjunum á þennan kvarða). ESB-löndin njóta skjóls hvert af öðru og hafa því flest tekið svipuðum framförum undangenginn aldarfjórðung.Efnahagsmál eða stjórnmál? Yfirgnæfandi hluti brezkra hagfræðinga mun í dag greiða atkvæði gegn úrsögn Breta úr ESB í samræmi við túlkun hagsögunnar hér að framan. Fleira hangir þó á spýtunni en efnahagssjónarmið. Evrópa hefur undangengna áratugi tekið stakkaskiptum á flestum sviðum. Aukin viðskipti innan álfunnar fyrir tilstilli ESB bæta lífskjör á heildina litið. Fyrir tilstuðlan ESB hefur tekizt að leysa upp einokunarhringa sem einstök lönd réðu ekki við. Ferðalög og fólksflutningar ganga mun greiðar en áður. ESB-löndum hefur tekizt að halda friðinn. Stríður straumur flóttamanna til Evrópu vitnar um sterkt aðdráttarafl álfunnar en hefur einnig ýtt undir þjóðrembu og daður við fasisma. Fari svo að Bretar kjósi í dag að ganga úr ESB munu Skotar varla una því að Englendingar dragi þá með sér út úr ESB. Norður-Írar munu einnig hugsa sinn gang. Ef England byrjar aftur að dragast aftur úr Frakklandi og Þýzkalandi, verður Norður-Írlandi þá ekki betur borgið ef það sameinast Írlandi til að geta verið áfram í ESB? Hvað gerir Wales þá? Þessu þurfa brezkir kjósendur að velta fyrir sér og einnig hættunni á að úrsögn Bretlands úr ESB leiði til úrsagnar annarra landa. Fækkun aðildarlanda ESB myndi veikja Evrópu inn á við jafnt sem út á við og auka hættuna á ýfingum og jafnvel ófriði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun