Tap hjá Mitsubishi í fyrsta sinn í 8 ár Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 14:38 Eyðslutölusvindl ætlar að leika margan bílaframleiðandann grátt. Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi gerir ráð fyrir 175 milljarða tapi á rekstrarárinu vegna þess kostnaðar sem hlýst af eyðslutölusvindli þess. Þetta tap yrði það fyrsta á heilu rekstarári á síðustu 8 árum. Mitshubishi hefur sett til hliðar 245 milljarða króna til að mæta kostnaði vegna þess eyðslutölusvindls sem fyrirtækið viðurkenndi sjálft fyrr á árinu. Ekki hjálpar það Mitsubishi að fyrirtækið hefur neyðst til að lækka verð á þeim bílum sem rangar eyðslutölur hafa birst um. Einnig þarf Mitsubishi að greiða núverandi kaupendum þeirra bíla sem eyðslutölusvindlið átti við um dágóðar bætur. Eins og greint hefur verið frá hér á bílavef visir.is hefur Nissan tryggt sér ráðandi hlut í Mitsubishi í kjölfar vandræða þess og ekki má telja ólíklegt að á næstu árum muni Nissan eignast bílaframleiðslu Mitsubishi að fullu. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi gerir ráð fyrir 175 milljarða tapi á rekstrarárinu vegna þess kostnaðar sem hlýst af eyðslutölusvindli þess. Þetta tap yrði það fyrsta á heilu rekstarári á síðustu 8 árum. Mitshubishi hefur sett til hliðar 245 milljarða króna til að mæta kostnaði vegna þess eyðslutölusvindls sem fyrirtækið viðurkenndi sjálft fyrr á árinu. Ekki hjálpar það Mitsubishi að fyrirtækið hefur neyðst til að lækka verð á þeim bílum sem rangar eyðslutölur hafa birst um. Einnig þarf Mitsubishi að greiða núverandi kaupendum þeirra bíla sem eyðslutölusvindlið átti við um dágóðar bætur. Eins og greint hefur verið frá hér á bílavef visir.is hefur Nissan tryggt sér ráðandi hlut í Mitsubishi í kjölfar vandræða þess og ekki má telja ólíklegt að á næstu árum muni Nissan eignast bílaframleiðslu Mitsubishi að fullu.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent