Um er að ræða einn dramatískasta leik íslenskrar knattspyrnusögu en sigurmark Íslands kom á lokamínútu í uppbótartíma þegar Arnór Ingvi Traustason renndi boltanum í markið.
Að leik loknum mátti sjá örstutt í liðsmenn íslenska landsliðsins fagna sigrinum en Síminn, sem er með útsendingarréttinn á EM í knattspyrnu, skipti yfir í myndver hér heima og fór í auglýsingar. Þótti mörgum það sárt að fá ekki fylgjast með leikmönnum fagna sigri.
Meðal annars knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, sem leikur með bandaríska landsliðinu, en hann sagði á Twitter það vera glæp að missa af þessum fagnaði.
Vinsamlegast takið EM-stofuna af símanum!!! Missa af fagnaðinum er glæpur!! Leyfið okkur að njóta með strákunum!!!
— Aron Jóhannsson (@aronjo20) June 22, 2016