Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 23:17 Strákarnir í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fengu góða heimsókn á hótelið sitt í Annecy í dag. Þangað kom færandi hendi Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, ásamt Helgu Bertelsen sendiráðsfulltrúa. Forsetakosningar eru á Íslandi á laugardaginn og fengu strákarnir í karlalandsliðinu og starfsfólk að kjósa í kvöld. „Ég er í skemmtilegu verkefni. Við vorum að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninganna og gefa landsliðsstrákunum möguleika á að taka þátt í þeim þó þeir séu ekki á Íslandi,“ sagði Martin í samtali við Vísi í Annecy í kvöld. „Þetta gekk bara vel. Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum.“ Martin, sem spilaði knattspyrnu með ÍBV á sínum tíma, sagði kosningu á hótelinu hafa verið yfir meðallagi. Fyrir gamlan knattspyrnumann hafi verið forréttindi að fá að heimsækja landsliðið á hótelið.Eyjapeyjar í mörgum stöðum „Þetta var virkilega gaman og gmana að hitta minn gamla félaga úr ÍBV, Heimi Hallgrímsson, og fleiri góða Eyjamenn. Einsa kalda kokk, Jóhannes Ólafsson, í landsliðsnefndinni og fyrrverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Ómar Smárason hjá KSÍ og Víði Reynisson öryggisstjóri.“ Martin er Eyjamaður í húð og hár og fékk viðurnefnið bjargvætturinn í upphafi 10. áratugarins. Ástæðan var sú að hann skoraði sigurmark Eyjamanna í lokaumferðinni tvö ár í röð, mörk sem björguðu þeim frá falli. En telur Martin okkur eiga möguleika gegn Englandi í Nice á mánudaginn? „Já, ég tel að við eigum góða möguleika. Við sjáum það að við erum að vera betri og betri. Okkar lykilmenn sem voru ekki í sínu besta leikformi hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. Við eigum tvímælalaust góða möguleika gegn Englandi. “ EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Strákarnir í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fengu góða heimsókn á hótelið sitt í Annecy í dag. Þangað kom færandi hendi Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, ásamt Helgu Bertelsen sendiráðsfulltrúa. Forsetakosningar eru á Íslandi á laugardaginn og fengu strákarnir í karlalandsliðinu og starfsfólk að kjósa í kvöld. „Ég er í skemmtilegu verkefni. Við vorum að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninganna og gefa landsliðsstrákunum möguleika á að taka þátt í þeim þó þeir séu ekki á Íslandi,“ sagði Martin í samtali við Vísi í Annecy í kvöld. „Þetta gekk bara vel. Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum.“ Martin, sem spilaði knattspyrnu með ÍBV á sínum tíma, sagði kosningu á hótelinu hafa verið yfir meðallagi. Fyrir gamlan knattspyrnumann hafi verið forréttindi að fá að heimsækja landsliðið á hótelið.Eyjapeyjar í mörgum stöðum „Þetta var virkilega gaman og gmana að hitta minn gamla félaga úr ÍBV, Heimi Hallgrímsson, og fleiri góða Eyjamenn. Einsa kalda kokk, Jóhannes Ólafsson, í landsliðsnefndinni og fyrrverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Ómar Smárason hjá KSÍ og Víði Reynisson öryggisstjóri.“ Martin er Eyjamaður í húð og hár og fékk viðurnefnið bjargvætturinn í upphafi 10. áratugarins. Ástæðan var sú að hann skoraði sigurmark Eyjamanna í lokaumferðinni tvö ár í röð, mörk sem björguðu þeim frá falli. En telur Martin okkur eiga möguleika gegn Englandi í Nice á mánudaginn? „Já, ég tel að við eigum góða möguleika. Við sjáum það að við erum að vera betri og betri. Okkar lykilmenn sem voru ekki í sínu besta leikformi hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. Við eigum tvímælalaust góða möguleika gegn Englandi. “
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55