Erlent

Boris Johnson: Bretar hafa náð stjórninni á ný

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Taldi hann að ESB hafi verið göfug hugmynd á sínum tíma en hentaði ekki lengur Bretlandi
Taldi hann að ESB hafi verið göfug hugmynd á sínum tíma en hentaði ekki lengur Bretlandi Vísir/Getty
Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri London og einn af leiðtogum þeirra sem börðust fyrir brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu segir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi þýði að Bretlandi hafi á ný tekið stjórn á Bretlandi.

Í ávarpi til þjóðarinnar sagði hann að Bretar hefðu leitað djúpt í hjarta sér og svarað á hreinskilinn hátt í atkvæðagreiðslunni. Sagði hann að engin ástæða væri til þess að flýta sér að hefja viðræður við Evrópusambandið um skilmála brotthvarfsins.

Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið?

Bretland þarf formlega að tilkynna um að það hyggist yfirgefa Evrópusambandið og hafa leiðtogar ríkja ESB kallað eftir því að Bretar geri það sem fyrst. Johnson talaði einnig til þeirra sem kusu með því að Bretland yrði áfram í ESB og sagði hann ungt fólk, sem kaus aðallega með því að vera áfram í ESB, nú vera með trygga framtíð. Sagði hann að þrátt fyrir brotthvarf Breta myndi ríkið áfram vera eitt helsta ríki Evrópu.

Taldi hann að ESB hafi verið göfug hugmynd á sínum tíma en hentaði ekki lengur Bretlandi sem nú þyrfti að finna sína rödd og virkja hana til góðra verka.

Staða Johnson þykir vera sterk í augnablikinu og er líklegt að hann taki við sem leiðtogi Íhaldsflokksins eftir að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að hann myndi segja af sér í haust.


Tengdar fréttir

Bretar ganga úr Evrópusambandinu

Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×