Erlent

Borgarstjóri Lundúna býður alla Evrópubúa velkomna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sadiq Khan á kjörstað í gær.
Sadiq Khan á kjörstað í gær. Vísir/Getty
Sadiq Khan, nýkjörinn borgarstjóri Lundúna, segir að allir Evrórpubúar séu velkomnir. Hann segir að Bretar þurfi nú að lækna þau sár sem opnast hafi í kosningabaráttunni um brotthvarf Bretlands úr ESB og einbeita sér að því sem sameini þá, frekar en það sem sundri þeim.

„Ég vil senda skýr skilaboð til allra Evrópumanna í Lundúnum, þið eruð mjög velkomnir hér. Sem borg erum við þakklát fyrir ykkar gríðarmikla framlag sem mun ekki breytast í ljósi atkvæðagreiðslunnar,“ segir Khan á Facebook-síðu sinni.

Khan segir að sú milljón Evrópumanna sem búi í Lundúnum leggi sitt af mörkum til samfélagsins, greiði sína skatta, vinni í almannaþágu og auðgi menningarlíf borgarbúa.

Bretar kusu í gær að yfirgefa ESB. Alls óvíst er hvað nú tekur við en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB.


Tengdar fréttir

Bretar kjósa að yfirgefa ESB

Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×