Eldri Bretar kusu framtíð sem hinir yngri vilja ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 13:30 Ungir Bretar kusu með yfirgnæfandi meirihluta með því að Bretland yrði áfram í ESB. Þeir kenna þeim eldri um niðurstöður kosninganna. Vísir/Getty Bretland kaus í gær að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar rýnt er í tölurnar sést að yngri kynslóðir Bretlands kusu frekar með því að halda áfram innan Evrópusambandsins en þær eldri vildu brotthvarf Bretlands. Margir ungir Breta eru reiðir út í eldri samlanda sínum og kenna þeim um niðurstöðu kosninganna. Samkvæmt könnun YouGov kusu 75 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 með því að Bretland yrði áfram í ESB en 56 prósent þeirra sem eru á aldrinum 50-54 ára og 61 prósent þeirra sem eldri eru en 65 ára kusu með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér fyrir neðan.Í úttekt New York Times um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar er reynt að leita svara við þessari aldursskiptingu og þar segir að eldri kjósendur séu margir hverjir á eftirlaunum eða með fastar tekjur. Þeir þurfi því ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af slæmum efnahagslegum áhrifum brotthvarfs Breta til skamms tíma. Þeir eigi einnig skemmri tíma eftir ólifað og reikni því ekki með að eiga hlutdeild í efnahagslegum ávinningi sem fæst með því að vera áfram í ESB. Yngri kjósendur hafi hinsvegar bæði meiru að tapa vegna efnahagslegra áhrifa af brotthvarfi Bretlands úr ESB auk þess sem að nú lítur út fyrir að þeir geti ekki unnið hvar sem er í Evrópu, líkt og áður, en algjör óvissa ríkir nú um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands við ESB. Á samfélagsmiðlum má glögglega sjá unga Breta lýsa yfir reiði sinni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og kenna þeir margir hverjir hinum eldri um niðurstöðuna.Older generations voted for a future the younger generation didn't want. I am actually shocked.— Tay (@tay_azalea) June 24, 2016 The older generation picks what happens, the younger generation has to live with it #EURefResults— Henry Gallagher (@HenryGallagherx) June 24, 2016 What have we just done? And by 'we', I mean largely older generation who voted leave and have just condemned my generation even further.— Ben Travis (@BenSTravis) June 24, 2016 Waking up to the #EURefResults and realising the older generation have just ruined our future pic.twitter.com/U6XE3TM6ZK— Toby, or not Toby (@Toby_Pickard) June 24, 2016 I'm scared. Jokes aside I'm actually scared. Today an older generation has voted to ruin the future for the younger generation. I'm scared.— Chai Cameron (@MyNamesChai) June 24, 2016 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Bretland mun segja sig úr ESB. Um leið og formlega er tilkynnt er um úrsögn Bretlands úr ESB hafa Bretar og ESB tvö ár til þess að semja um skilmála brotthvarfsins. Alls óvíst er hvað tekur við en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Bretland kaus í gær að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar rýnt er í tölurnar sést að yngri kynslóðir Bretlands kusu frekar með því að halda áfram innan Evrópusambandsins en þær eldri vildu brotthvarf Bretlands. Margir ungir Breta eru reiðir út í eldri samlanda sínum og kenna þeim um niðurstöðu kosninganna. Samkvæmt könnun YouGov kusu 75 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 með því að Bretland yrði áfram í ESB en 56 prósent þeirra sem eru á aldrinum 50-54 ára og 61 prósent þeirra sem eldri eru en 65 ára kusu með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér fyrir neðan.Í úttekt New York Times um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar er reynt að leita svara við þessari aldursskiptingu og þar segir að eldri kjósendur séu margir hverjir á eftirlaunum eða með fastar tekjur. Þeir þurfi því ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af slæmum efnahagslegum áhrifum brotthvarfs Breta til skamms tíma. Þeir eigi einnig skemmri tíma eftir ólifað og reikni því ekki með að eiga hlutdeild í efnahagslegum ávinningi sem fæst með því að vera áfram í ESB. Yngri kjósendur hafi hinsvegar bæði meiru að tapa vegna efnahagslegra áhrifa af brotthvarfi Bretlands úr ESB auk þess sem að nú lítur út fyrir að þeir geti ekki unnið hvar sem er í Evrópu, líkt og áður, en algjör óvissa ríkir nú um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands við ESB. Á samfélagsmiðlum má glögglega sjá unga Breta lýsa yfir reiði sinni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og kenna þeir margir hverjir hinum eldri um niðurstöðuna.Older generations voted for a future the younger generation didn't want. I am actually shocked.— Tay (@tay_azalea) June 24, 2016 The older generation picks what happens, the younger generation has to live with it #EURefResults— Henry Gallagher (@HenryGallagherx) June 24, 2016 What have we just done? And by 'we', I mean largely older generation who voted leave and have just condemned my generation even further.— Ben Travis (@BenSTravis) June 24, 2016 Waking up to the #EURefResults and realising the older generation have just ruined our future pic.twitter.com/U6XE3TM6ZK— Toby, or not Toby (@Toby_Pickard) June 24, 2016 I'm scared. Jokes aside I'm actually scared. Today an older generation has voted to ruin the future for the younger generation. I'm scared.— Chai Cameron (@MyNamesChai) June 24, 2016 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Bretland mun segja sig úr ESB. Um leið og formlega er tilkynnt er um úrsögn Bretlands úr ESB hafa Bretar og ESB tvö ár til þess að semja um skilmála brotthvarfsins. Alls óvíst er hvað tekur við en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15