Chevrolet ákært fyrir dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 14:25 Chevrolet Cruze. Chevrolet Cruze með dísilvél átti að etja kappi við Volkswagen Golf í Bandaríkjunum og ná einhverri sneið af Volkswagen hvað varðar smáa bíla með dísilvél. Nú virðist sem Cruze eigi fleira sameiginlegt með Golf því Chevrolet hefur verið ákært fyrir að hafa einnig svindlhugbúnað í bílnum til að villa um fyrir raunverulegri mengun bílsins. Það er lögmannsstofa í Seattle sem ákærir Chevrolet vegna þessa og krefst 2.000 dollara fyrir hvern eiganda Chevrolet Cruze bíla með dísilvél, auk skaðabóta fyrir aukna mengun og eyðslu bílanna. General Motors, eigandi Chevrolet segir að þessar ásakanir séu fráleitar og vill meina að Chevrolet Cruze hlýti öllum bandarískum lögum sem gilda um dísilbíla (EPA og CARB emissions regulations). Dísilvélin sem er að finna í Chevrolet Cruze er framleidd í Evrópu og Chevrolet montaði sig af því að þessi vél væri einstaklega lítt mengandi en annað mun hugsanlega koma í ljós þegar þetta mál verður leitt til lykta fyrir dómstólum, og þá helst hvort svindlhugbúnaður reynist í bílnum. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent
Chevrolet Cruze með dísilvél átti að etja kappi við Volkswagen Golf í Bandaríkjunum og ná einhverri sneið af Volkswagen hvað varðar smáa bíla með dísilvél. Nú virðist sem Cruze eigi fleira sameiginlegt með Golf því Chevrolet hefur verið ákært fyrir að hafa einnig svindlhugbúnað í bílnum til að villa um fyrir raunverulegri mengun bílsins. Það er lögmannsstofa í Seattle sem ákærir Chevrolet vegna þessa og krefst 2.000 dollara fyrir hvern eiganda Chevrolet Cruze bíla með dísilvél, auk skaðabóta fyrir aukna mengun og eyðslu bílanna. General Motors, eigandi Chevrolet segir að þessar ásakanir séu fráleitar og vill meina að Chevrolet Cruze hlýti öllum bandarískum lögum sem gilda um dísilbíla (EPA og CARB emissions regulations). Dísilvélin sem er að finna í Chevrolet Cruze er framleidd í Evrópu og Chevrolet montaði sig af því að þessi vél væri einstaklega lítt mengandi en annað mun hugsanlega koma í ljós þegar þetta mál verður leitt til lykta fyrir dómstólum, og þá helst hvort svindlhugbúnaður reynist í bílnum.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent