Þátttaka karlalandsliðs Íslands á stórmóti í fótbolta var lengi vel draumur, sem rættist. Allt annar draumur var að fá að fylgja liðinu eftir á Evrópumótinu í Frakklandi og miðla efni heim til þeirra sem ekki eiga kost á því að fá EM-ævintýrið beint í æð á vettvangi. Átján heppnir íslenskir fjölmiðlamenn hafa upplifað þann draum undanfarnar tvær vikur, að elta strákana okkar borga á milli, fylgjast með þeim á æfingum, ræða við þá á blaðamannafundum, berjast við stressið í stúkunni á leikdögum, hitta eldhressa íslenska stuðningsmenn og vera svo í jafnmiklu spennufalli og allir aðrir þegar leikirnir eru gerðir upp að þeim loknum hvort sem er í sjónvarpi, úvarpi, vef eða dagblaði. Fimm íslenskir fjölmiðlar hafa verið með fulltrúa sína á þessu ferðalagi auk þess sem fleiri miðlar eiga fulltrúa í blaðamannastúkunni á leikdag. Stemningin í hópnum hefur verið afar góð þar sem húmorinn er allsráðandi, menn láta svo til allt flakka, allir fá sinn skammt af skotum en þegar til kastanna kemur hjálpast menn að þegar svo ber undir og njóta verunnar saman.Úr aðstöðu blaðamanna á einum af leikstöðunum í Frakklandi. Vísir/VilhelmHópurinn er ekki ósvipaður landsliðshópnum nema að því leyti að aldursdreifingin er meiri, menn eru í umtalsvert lélegra formi og fótboltagetan, þrátt fyrir mikla viðleitni sumra, á mun lægra plani. Þetta eru allt strákar, miklir áhugamenn um knattspyrnu og spila jafnvel með liðum heima á Íslandi, eða gerðu. Líkt og hjá landsliðinu er hópurinn saman í langan tíma, borðar svo til sama matinn, dvelur á sömu hótelum og ferðast saman í rútum, lestum og flugvélum. Hópurinn þarf, ólíkt strákunum okkar, lítið að stytta sér stundir enda dagarnir langir þar sem lög um hvíldartíma eru mölbrotin og unnið er myrkranna á milli.Fulltrúar fréttastofu við vatnið í Annecy þar sem landsliðshópurinn hefur dvalið á meðan EM-dvölinni stendur.Vísir/VilhelmEinsleitur hópur Nú hrista vafalítið einhverjir hausinn yfir þeirri staðreynd hve einsleitur hópurinn er. Það er leiðinlegt hve fáar konur eru starfandi í stétt íþróttafréttamanna á Íslandi. Vandamálið er hins vegar langt í frá bundið við Ísland sem sést glögglega á Evrópumótinu sem er algjör karlasamkoma. Maður tekur hreinlega eftir því þegar kona er á svæðinu svo einsleitt er vinnuumhverfið. Og það nær ekki aðeins til fréttamanna heldur einnig ljósmyndara og myndatökumanna. Hérna eru bara karlar, að fjalla um karla. Eftir jafnteflið gegn Portúgal rak ég augun í það að allt í einu var komin kona á svæðið sem skeggræddi málin við aðra fjölmiðlamenn. Óvæntur og kærkominn gestur. Ég hélt hún væri í teymi Símans og spurði hana hvaða hlutverki hún sinnti. Þá kom í ljós að um var að ræða Ingibjörgu Pálmadóttur, eiginkonu Dags Sigurðssonar handboltaþjálfara, á ferðalagi með manninum sínum sem hafði verið sérfræðingur í sjónvarpsútsendingu. Hún var svo sannarlega velkomin í hópinn þótt vonin sem kviknaði um nýjan fulltrúa í stéttinni hafi að engu orðið. Vonin lifir þó og vonandi eykst fjölbreytnin í hópnum með tímanum.Frá blaðamannafundi íslenska liðsins á hóteli í miðbæ Annecy.Vísir/VilhelmHlutverk íslensku pressunnar hefur breyst úr því að vera eingöngu að fjalla um íslenska liðið yfir í að vera vinsælir viðmælendur hjá erlendu pressunni. Miðlar frá öllum heimshornum hafa hringt í íslensku blaðamennina eða gefið sig á tal við þá til að fá svör við spurningum sem á þeim brenna. „Hvernig má það vera að þjóð með íbúafjölda á pari við Coventry sé með landslið á stórmóti í knattspyrnu,“ er algengasta spurningin þótt flestir séu hættir að spyrja, enda búið að svara því svo oft. Sænskir fjölmiðlamenn hafa verið samferðamenn okkar enda áhuginn á Lars Lagerbäck í heimalandinu mikill. Robert Laul, einn þeirra sem snerist gegn Lars og birti endurtekið byrjunarlið Svía daginn fyrir leik, er fastagestur á fundunum í Annecy. Nokkrum úr íslensku pressunni semur vel við kappann og einn hefur dásamað hann í bak og fyrir. Snurða hljóp á þráðinn þegar Laul þessi kvótaði hans mesta aðdáanda í íslenska hópnum í frétt sinni um að lýsandinn sem allir eru að tala um, sjálfur Gummi Ben, yrði rekinn sem aðstoðarþjálfari KR. Taldi hann Svíann hafa gert fullmikið úr orðum sínum og yfirgaf stöðu sína sem formaður aðdáendaklúbbs Laul tímabundið hið minnsta.Leikmenn og þjálfarar sitja fyrir svörum ásamt Ómari Smárasyni, upplýsingafulltrúa KSÍ.Vísir/VilhelmStór augnablik Ljósmyndararnir í hópnum njóta þeirra forréttinda að vera niðri á velli á stórum augnablikum. Pressan er mikil að ná forsíðumynd fyrir dagblaðið og flottum myndum fyrir vefinn. Þeir geta verið heppnir eða óheppnir með staðsetningu þegar þeim er úthlutað sæti. Grípa þeir jafnan til þess ráðs að skiptast á sætum við erlenda kollega í hálfleik til að geta verið á þeim enda sem Ísland sækir. Hvers vegna? Jú, til að mynda mörk Íslands. Svo er það óvissan sem snýr að því hvert markaskorarinn hleypur með liðsfélagana þegar markinu er fagnað? Hann gæti hlaupið í fangið á ljósmyndaranum eða svo gott sem úr augn- og linsusýn.Lars Lagerbäck svarar blaðamönnum héðan og þaðan á æfingasvæði liðsins í Annecy.Vísir/VilhelmBlaðamenn hafa sitt svæði í stúkunni, með litla sjónvarpsskjái til að geta séð endursýningar og þar er unnið hratt. Einn sér um beina textalýsingu á netinu, annar metur frammistöðu leikmanna, ítarleg umfjöllun er unnin jafnóðum af þeim þriðja. Tekið er þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum og svo þegar flautað er til leiksloka fer allt á flug. Í okkar tilfelli fór einn á blaðamannafund þjálfara, annar beið leikmanna til að spyrja þá út í leikinn og sá þriðji sat fyrir stuðningsmönnum og tók tali í beinni vefútsendingu. Menn keppast við að skrifa upp viðtölin, rýna í stöðuna og framhaldið og áður en maður veit af eru liðnar þrjár klukkustundir og öryggisverðirnir í fjölmiðlaaðstöðunni að biðja mann um að koma sér heim. Sem betur fer ekki heim til Íslands, heldur heim á hótel. EM ævintýri strákanna okkar, og okkar í íslensku pressunni, lifir enn og full ástæða til að hafa trú á strákunum í Nice á mánudaginn. Í níutíu mínútna fótboltaleik tveggja landsliða þar sem allt getur gerst.Athyglin hefur verið mikil á Svíanum enda árangur hans með íslenska liðið vakið heimsathygli.Vísir/VilhelmVenjulegur dagur fréttamanns 365 í Annecy Vaknað klukkan átta, farið í morgunmat og fundað fyrir daginn. Vefþátturinn EM í dag tekinn upp, fréttir skrifaðar á Vísi og haldið á blaðamannafund eða opinn hluta æfingar hjá landsliðinu. Bein útsending á Vísi frá fundinum eða æfingunni, viðtöl tekin við þjálfara og leikmenn. Fréttir unnar fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar, Vísi, lögð drög að Fréttablaði morgundagsins og sjónvarpsfréttir unnar, almennar fréttir og íþróttafréttir. Unnið fram að kvöldmat og svo lögð drög að innkomu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kvöldmatur og horft á EM um kvöldið, lögð drög að dagskrá morgundagsins. Allt ofantalið væri ómögulegt ef ekki væri fyrir frábært bakland í Skaftahlíð hvort sem kemur að fréttaskrifum, umbroti, klippivinnu, tæknilegri aðstoð eða hvatningu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið
Þátttaka karlalandsliðs Íslands á stórmóti í fótbolta var lengi vel draumur, sem rættist. Allt annar draumur var að fá að fylgja liðinu eftir á Evrópumótinu í Frakklandi og miðla efni heim til þeirra sem ekki eiga kost á því að fá EM-ævintýrið beint í æð á vettvangi. Átján heppnir íslenskir fjölmiðlamenn hafa upplifað þann draum undanfarnar tvær vikur, að elta strákana okkar borga á milli, fylgjast með þeim á æfingum, ræða við þá á blaðamannafundum, berjast við stressið í stúkunni á leikdögum, hitta eldhressa íslenska stuðningsmenn og vera svo í jafnmiklu spennufalli og allir aðrir þegar leikirnir eru gerðir upp að þeim loknum hvort sem er í sjónvarpi, úvarpi, vef eða dagblaði. Fimm íslenskir fjölmiðlar hafa verið með fulltrúa sína á þessu ferðalagi auk þess sem fleiri miðlar eiga fulltrúa í blaðamannastúkunni á leikdag. Stemningin í hópnum hefur verið afar góð þar sem húmorinn er allsráðandi, menn láta svo til allt flakka, allir fá sinn skammt af skotum en þegar til kastanna kemur hjálpast menn að þegar svo ber undir og njóta verunnar saman.Úr aðstöðu blaðamanna á einum af leikstöðunum í Frakklandi. Vísir/VilhelmHópurinn er ekki ósvipaður landsliðshópnum nema að því leyti að aldursdreifingin er meiri, menn eru í umtalsvert lélegra formi og fótboltagetan, þrátt fyrir mikla viðleitni sumra, á mun lægra plani. Þetta eru allt strákar, miklir áhugamenn um knattspyrnu og spila jafnvel með liðum heima á Íslandi, eða gerðu. Líkt og hjá landsliðinu er hópurinn saman í langan tíma, borðar svo til sama matinn, dvelur á sömu hótelum og ferðast saman í rútum, lestum og flugvélum. Hópurinn þarf, ólíkt strákunum okkar, lítið að stytta sér stundir enda dagarnir langir þar sem lög um hvíldartíma eru mölbrotin og unnið er myrkranna á milli.Fulltrúar fréttastofu við vatnið í Annecy þar sem landsliðshópurinn hefur dvalið á meðan EM-dvölinni stendur.Vísir/VilhelmEinsleitur hópur Nú hrista vafalítið einhverjir hausinn yfir þeirri staðreynd hve einsleitur hópurinn er. Það er leiðinlegt hve fáar konur eru starfandi í stétt íþróttafréttamanna á Íslandi. Vandamálið er hins vegar langt í frá bundið við Ísland sem sést glögglega á Evrópumótinu sem er algjör karlasamkoma. Maður tekur hreinlega eftir því þegar kona er á svæðinu svo einsleitt er vinnuumhverfið. Og það nær ekki aðeins til fréttamanna heldur einnig ljósmyndara og myndatökumanna. Hérna eru bara karlar, að fjalla um karla. Eftir jafnteflið gegn Portúgal rak ég augun í það að allt í einu var komin kona á svæðið sem skeggræddi málin við aðra fjölmiðlamenn. Óvæntur og kærkominn gestur. Ég hélt hún væri í teymi Símans og spurði hana hvaða hlutverki hún sinnti. Þá kom í ljós að um var að ræða Ingibjörgu Pálmadóttur, eiginkonu Dags Sigurðssonar handboltaþjálfara, á ferðalagi með manninum sínum sem hafði verið sérfræðingur í sjónvarpsútsendingu. Hún var svo sannarlega velkomin í hópinn þótt vonin sem kviknaði um nýjan fulltrúa í stéttinni hafi að engu orðið. Vonin lifir þó og vonandi eykst fjölbreytnin í hópnum með tímanum.Frá blaðamannafundi íslenska liðsins á hóteli í miðbæ Annecy.Vísir/VilhelmHlutverk íslensku pressunnar hefur breyst úr því að vera eingöngu að fjalla um íslenska liðið yfir í að vera vinsælir viðmælendur hjá erlendu pressunni. Miðlar frá öllum heimshornum hafa hringt í íslensku blaðamennina eða gefið sig á tal við þá til að fá svör við spurningum sem á þeim brenna. „Hvernig má það vera að þjóð með íbúafjölda á pari við Coventry sé með landslið á stórmóti í knattspyrnu,“ er algengasta spurningin þótt flestir séu hættir að spyrja, enda búið að svara því svo oft. Sænskir fjölmiðlamenn hafa verið samferðamenn okkar enda áhuginn á Lars Lagerbäck í heimalandinu mikill. Robert Laul, einn þeirra sem snerist gegn Lars og birti endurtekið byrjunarlið Svía daginn fyrir leik, er fastagestur á fundunum í Annecy. Nokkrum úr íslensku pressunni semur vel við kappann og einn hefur dásamað hann í bak og fyrir. Snurða hljóp á þráðinn þegar Laul þessi kvótaði hans mesta aðdáanda í íslenska hópnum í frétt sinni um að lýsandinn sem allir eru að tala um, sjálfur Gummi Ben, yrði rekinn sem aðstoðarþjálfari KR. Taldi hann Svíann hafa gert fullmikið úr orðum sínum og yfirgaf stöðu sína sem formaður aðdáendaklúbbs Laul tímabundið hið minnsta.Leikmenn og þjálfarar sitja fyrir svörum ásamt Ómari Smárasyni, upplýsingafulltrúa KSÍ.Vísir/VilhelmStór augnablik Ljósmyndararnir í hópnum njóta þeirra forréttinda að vera niðri á velli á stórum augnablikum. Pressan er mikil að ná forsíðumynd fyrir dagblaðið og flottum myndum fyrir vefinn. Þeir geta verið heppnir eða óheppnir með staðsetningu þegar þeim er úthlutað sæti. Grípa þeir jafnan til þess ráðs að skiptast á sætum við erlenda kollega í hálfleik til að geta verið á þeim enda sem Ísland sækir. Hvers vegna? Jú, til að mynda mörk Íslands. Svo er það óvissan sem snýr að því hvert markaskorarinn hleypur með liðsfélagana þegar markinu er fagnað? Hann gæti hlaupið í fangið á ljósmyndaranum eða svo gott sem úr augn- og linsusýn.Lars Lagerbäck svarar blaðamönnum héðan og þaðan á æfingasvæði liðsins í Annecy.Vísir/VilhelmBlaðamenn hafa sitt svæði í stúkunni, með litla sjónvarpsskjái til að geta séð endursýningar og þar er unnið hratt. Einn sér um beina textalýsingu á netinu, annar metur frammistöðu leikmanna, ítarleg umfjöllun er unnin jafnóðum af þeim þriðja. Tekið er þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum og svo þegar flautað er til leiksloka fer allt á flug. Í okkar tilfelli fór einn á blaðamannafund þjálfara, annar beið leikmanna til að spyrja þá út í leikinn og sá þriðji sat fyrir stuðningsmönnum og tók tali í beinni vefútsendingu. Menn keppast við að skrifa upp viðtölin, rýna í stöðuna og framhaldið og áður en maður veit af eru liðnar þrjár klukkustundir og öryggisverðirnir í fjölmiðlaaðstöðunni að biðja mann um að koma sér heim. Sem betur fer ekki heim til Íslands, heldur heim á hótel. EM ævintýri strákanna okkar, og okkar í íslensku pressunni, lifir enn og full ástæða til að hafa trú á strákunum í Nice á mánudaginn. Í níutíu mínútna fótboltaleik tveggja landsliða þar sem allt getur gerst.Athyglin hefur verið mikil á Svíanum enda árangur hans með íslenska liðið vakið heimsathygli.Vísir/VilhelmVenjulegur dagur fréttamanns 365 í Annecy Vaknað klukkan átta, farið í morgunmat og fundað fyrir daginn. Vefþátturinn EM í dag tekinn upp, fréttir skrifaðar á Vísi og haldið á blaðamannafund eða opinn hluta æfingar hjá landsliðinu. Bein útsending á Vísi frá fundinum eða æfingunni, viðtöl tekin við þjálfara og leikmenn. Fréttir unnar fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar, Vísi, lögð drög að Fréttablaði morgundagsins og sjónvarpsfréttir unnar, almennar fréttir og íþróttafréttir. Unnið fram að kvöldmat og svo lögð drög að innkomu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kvöldmatur og horft á EM um kvöldið, lögð drög að dagskrá morgundagsins. Allt ofantalið væri ómögulegt ef ekki væri fyrir frábært bakland í Skaftahlíð hvort sem kemur að fréttaskrifum, umbroti, klippivinnu, tæknilegri aðstoð eða hvatningu.