Læra að vera við stjórn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2016 10:15 Gauti, Helga og Hekla skelltu sér glaðbeitt í þriggja manna far fyrir myndatökuna. Vísir/Eyþór Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“ Krakkar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“
Krakkar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira