Cornwall kaus Brexit en biður nú um að passað verði upp á ESB-styrki til sýslunnar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2016 22:23 St Ives í Cornwall. Vísir/Getty Meirihluti kjósenda í Cornwall-sýslu í suðvesturhluta Englands kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Sveitarstjórn Cornwall hefur nú lagt fram beiðni um að sýslan missi ekki þá byggðastyrki sem komið hafa úr sjóðum ESB við útgöngu. Í frétt Independent kemur fram að efnahagur Cornwall sé bágur og sýslan hafi því árlega fengið milljónir punda í styrki frá Evrópusambandinu síðasta áratuginn. Tæplega 183 þúsund kjósenda Cornwall greiddu atkvæði með útgöngu, en rúmlega 140 þúsund með áframhaldandi aðild. Íbúar sýslunnar telja um 530 þúsund manns.Fé til að bæta innviði Með útgöngu Bretlands úr sambandinu er hætta á að þær fjárhæðir sem borist hafa úr byggðasjóðum ESB skili sér ekki til sýslunnar, en féð hefur verið notað til að bæta innviði, háskóla og bæta aðgengi að interneti. John Pollard, leiðtogi sveitarsstjórnar Corwall, ræddi við fjölmiðla eftir að niðurstaða lá fyrir í kosningunum. „Nú þegar við vitum að Bretland mun yfirgefa ESB munum við grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að bresk stjórnvöld tryggi stöðu Cornwall í öllum samningaviðræðum við ESB.“Loforð útgöngusinna Pollard segir að Cornwall fari fram á að sýslan fái næga fjárfestingu sem jafnist á við þá sem hafi komið úr byggðasjóðum ESB sem hafa að jafnaði verið meiri en 60 milljónir punda á ári, um 10 milljarða króna, síðasta áratuginn. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sveitastjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að baráttumenn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, hefðu heitið því að útganga myndi ekki hafa áhrif á þau framlög sem bærust til sýslunnar. Stuðningsmenn útgöngu hétu því einnig að sýslan yrði ekki í verri málum þegar kæmi að fjárfestingu, gengi Bretland úr sambandinu. „Við leitum nú staðfestingar frá ráðherrum um að þetta sé raunin,“ sagði í yfirlýsingunni. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Meirihluti kjósenda í Cornwall-sýslu í suðvesturhluta Englands kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Sveitarstjórn Cornwall hefur nú lagt fram beiðni um að sýslan missi ekki þá byggðastyrki sem komið hafa úr sjóðum ESB við útgöngu. Í frétt Independent kemur fram að efnahagur Cornwall sé bágur og sýslan hafi því árlega fengið milljónir punda í styrki frá Evrópusambandinu síðasta áratuginn. Tæplega 183 þúsund kjósenda Cornwall greiddu atkvæði með útgöngu, en rúmlega 140 þúsund með áframhaldandi aðild. Íbúar sýslunnar telja um 530 þúsund manns.Fé til að bæta innviði Með útgöngu Bretlands úr sambandinu er hætta á að þær fjárhæðir sem borist hafa úr byggðasjóðum ESB skili sér ekki til sýslunnar, en féð hefur verið notað til að bæta innviði, háskóla og bæta aðgengi að interneti. John Pollard, leiðtogi sveitarsstjórnar Corwall, ræddi við fjölmiðla eftir að niðurstaða lá fyrir í kosningunum. „Nú þegar við vitum að Bretland mun yfirgefa ESB munum við grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að bresk stjórnvöld tryggi stöðu Cornwall í öllum samningaviðræðum við ESB.“Loforð útgöngusinna Pollard segir að Cornwall fari fram á að sýslan fái næga fjárfestingu sem jafnist á við þá sem hafi komið úr byggðasjóðum ESB sem hafa að jafnaði verið meiri en 60 milljónir punda á ári, um 10 milljarða króna, síðasta áratuginn. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sveitastjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að baráttumenn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, hefðu heitið því að útganga myndi ekki hafa áhrif á þau framlög sem bærust til sýslunnar. Stuðningsmenn útgöngu hétu því einnig að sýslan yrði ekki í verri málum þegar kæmi að fjárfestingu, gengi Bretland úr sambandinu. „Við leitum nú staðfestingar frá ráðherrum um að þetta sé raunin,“ sagði í yfirlýsingunni.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15