Cornwall kaus Brexit en biður nú um að passað verði upp á ESB-styrki til sýslunnar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2016 22:23 St Ives í Cornwall. Vísir/Getty Meirihluti kjósenda í Cornwall-sýslu í suðvesturhluta Englands kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Sveitarstjórn Cornwall hefur nú lagt fram beiðni um að sýslan missi ekki þá byggðastyrki sem komið hafa úr sjóðum ESB við útgöngu. Í frétt Independent kemur fram að efnahagur Cornwall sé bágur og sýslan hafi því árlega fengið milljónir punda í styrki frá Evrópusambandinu síðasta áratuginn. Tæplega 183 þúsund kjósenda Cornwall greiddu atkvæði með útgöngu, en rúmlega 140 þúsund með áframhaldandi aðild. Íbúar sýslunnar telja um 530 þúsund manns.Fé til að bæta innviði Með útgöngu Bretlands úr sambandinu er hætta á að þær fjárhæðir sem borist hafa úr byggðasjóðum ESB skili sér ekki til sýslunnar, en féð hefur verið notað til að bæta innviði, háskóla og bæta aðgengi að interneti. John Pollard, leiðtogi sveitarsstjórnar Corwall, ræddi við fjölmiðla eftir að niðurstaða lá fyrir í kosningunum. „Nú þegar við vitum að Bretland mun yfirgefa ESB munum við grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að bresk stjórnvöld tryggi stöðu Cornwall í öllum samningaviðræðum við ESB.“Loforð útgöngusinna Pollard segir að Cornwall fari fram á að sýslan fái næga fjárfestingu sem jafnist á við þá sem hafi komið úr byggðasjóðum ESB sem hafa að jafnaði verið meiri en 60 milljónir punda á ári, um 10 milljarða króna, síðasta áratuginn. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sveitastjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að baráttumenn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, hefðu heitið því að útganga myndi ekki hafa áhrif á þau framlög sem bærust til sýslunnar. Stuðningsmenn útgöngu hétu því einnig að sýslan yrði ekki í verri málum þegar kæmi að fjárfestingu, gengi Bretland úr sambandinu. „Við leitum nú staðfestingar frá ráðherrum um að þetta sé raunin,“ sagði í yfirlýsingunni. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Meirihluti kjósenda í Cornwall-sýslu í suðvesturhluta Englands kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Sveitarstjórn Cornwall hefur nú lagt fram beiðni um að sýslan missi ekki þá byggðastyrki sem komið hafa úr sjóðum ESB við útgöngu. Í frétt Independent kemur fram að efnahagur Cornwall sé bágur og sýslan hafi því árlega fengið milljónir punda í styrki frá Evrópusambandinu síðasta áratuginn. Tæplega 183 þúsund kjósenda Cornwall greiddu atkvæði með útgöngu, en rúmlega 140 þúsund með áframhaldandi aðild. Íbúar sýslunnar telja um 530 þúsund manns.Fé til að bæta innviði Með útgöngu Bretlands úr sambandinu er hætta á að þær fjárhæðir sem borist hafa úr byggðasjóðum ESB skili sér ekki til sýslunnar, en féð hefur verið notað til að bæta innviði, háskóla og bæta aðgengi að interneti. John Pollard, leiðtogi sveitarsstjórnar Corwall, ræddi við fjölmiðla eftir að niðurstaða lá fyrir í kosningunum. „Nú þegar við vitum að Bretland mun yfirgefa ESB munum við grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að bresk stjórnvöld tryggi stöðu Cornwall í öllum samningaviðræðum við ESB.“Loforð útgöngusinna Pollard segir að Cornwall fari fram á að sýslan fái næga fjárfestingu sem jafnist á við þá sem hafi komið úr byggðasjóðum ESB sem hafa að jafnaði verið meiri en 60 milljónir punda á ári, um 10 milljarða króna, síðasta áratuginn. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sveitastjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að baráttumenn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, hefðu heitið því að útganga myndi ekki hafa áhrif á þau framlög sem bærust til sýslunnar. Stuðningsmenn útgöngu hétu því einnig að sýslan yrði ekki í verri málum þegar kæmi að fjárfestingu, gengi Bretland úr sambandinu. „Við leitum nú staðfestingar frá ráðherrum um að þetta sé raunin,“ sagði í yfirlýsingunni.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15