Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2016 16:22 Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM. Nálægt tíu þúsund hafa verið á leikjunum hingað til en verða aðeins rúmlega þrjú þúsund í Nice. vísir/vilhelm Töluverð umræða hefur skapast meðal ferðalanga sem hafa áhuga á gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi. Eins og allir vita mæta Íslendingar Englendingum í sextán liða úrslitum í Nice á mánudaginn en uppselt er á leikinn. Rúmlega 3000 Íslendingar verða á leiknum í Nice en KSÍ fékk sjötíu aukamiða í dag, með takmörkuðu útsýni, sem seldust á augabragði. Eftirspurnin eftir miðum er augljóslega mikil og þá sjá sumir sér leik á borði og reyna að græða, sem þriðji aðili. „ Ég ætla að lýsa ógeði á íslendingum sem eru okra svo mikið á miðum að það slær út svoleiðis aðila á Bretlandi og götustráka í Nice. Það er pakk að bjóða miða t.d í Cat 3 á 45.000 isk stykkið sem kostar 55 evrur upphaflega,“ segir Björn Sk. Ingólfsson í hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016.„Ég skil ef fólk kannski býður þessa miða á smá yfirverði t.d 55 evru miða á kannski 75 til 100 en ekki á 300 evrur eða meira.“„Framboð og eftirspurn“Björn er hvattur til að nefna þá aðila sem hegði sér svona. Aðrir benda honum á að verð ráðist af framboði og eftirspurn. Hins vegar er ljóst að það er brot á reglum UEFA að endurselja miðana á hærra verði. Kaupendur þurfa að skrá sig fyrir miðum en tilgangur þess er einmitt meðal annars að vinna gegn endursölu.Linda Björk Bryndísardóttir tekur undir með Birni.„Sammála. Ég átti 2 auka í cat 3 sem einmitt eru 55 eur virði og fóru að sjálfsögðu á því verði, eða 7700 isk. Mér fannst skipta meira máli að miðarnir kæmust í réttar hendur, til aðila sem munu standa, syngja og hvetja strákana allan leikinn,“ segir Linda Björk.Fleiri taka til máls í umræðunni og segja að svona virki þetta einfaldlega. Á stórmótum rjúki verðið upp og það verði enn hærra á næsta leik komist Ísland áfram í átta liða úrslitin. Aðrir segja að hver verði að sjá um sig sjálfur og ekki við neinn að sakast nema sjálfan sig ef maður er ekki með miða. Vísa þeir til þess að við upphaf miðasölu gátu stuðningsmenn allra þjóða pantað sér miða á leikina í riðlakeppninni en einnig svokallaða „follow your team“ miða þar sem stuðningsmenn gátu tryggt sér miða á alla leiki liðsins á meðan það væri í keppni. Þeir miðar fengust endurgreiddir kæmist liðið ekki áfram. Stuðningsmenn Englands virðast hafa nýtt sér þennan möguleika til fullnustu en ekki margir Íslendingar.„Bjánar, ekki stuðningsmenn“„Léleg framkoma. Að tuða möntruna „framboð og eftirspurn“ Gollumlega aftur og aftur með græðgislegan peningaglampa í augunum er mjög lélegt að mínu mati,“ segir Halldór Marteinsson um þá sem reyna að græða á endursölu. Pálmi Grímur Guðmundsson tekur undir.„Þetta eru bjánar ekki stuðningsmenn.“Einn og einn skýtur inn í að hann geti mögulega útvegað miðalausum miða á kostnaðarverði. Eftir stendur að flestir þeir sem ekki eru með miða í dag geta aðeins fundið miða á endursölusíðum, síðum á borð við Viagogo sem þéna pening sem þriðji aðili með því að kaupa upp miða þegar miðasala hefst og selja svo á hærra verði. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38 Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast meðal ferðalanga sem hafa áhuga á gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi. Eins og allir vita mæta Íslendingar Englendingum í sextán liða úrslitum í Nice á mánudaginn en uppselt er á leikinn. Rúmlega 3000 Íslendingar verða á leiknum í Nice en KSÍ fékk sjötíu aukamiða í dag, með takmörkuðu útsýni, sem seldust á augabragði. Eftirspurnin eftir miðum er augljóslega mikil og þá sjá sumir sér leik á borði og reyna að græða, sem þriðji aðili. „ Ég ætla að lýsa ógeði á íslendingum sem eru okra svo mikið á miðum að það slær út svoleiðis aðila á Bretlandi og götustráka í Nice. Það er pakk að bjóða miða t.d í Cat 3 á 45.000 isk stykkið sem kostar 55 evrur upphaflega,“ segir Björn Sk. Ingólfsson í hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016.„Ég skil ef fólk kannski býður þessa miða á smá yfirverði t.d 55 evru miða á kannski 75 til 100 en ekki á 300 evrur eða meira.“„Framboð og eftirspurn“Björn er hvattur til að nefna þá aðila sem hegði sér svona. Aðrir benda honum á að verð ráðist af framboði og eftirspurn. Hins vegar er ljóst að það er brot á reglum UEFA að endurselja miðana á hærra verði. Kaupendur þurfa að skrá sig fyrir miðum en tilgangur þess er einmitt meðal annars að vinna gegn endursölu.Linda Björk Bryndísardóttir tekur undir með Birni.„Sammála. Ég átti 2 auka í cat 3 sem einmitt eru 55 eur virði og fóru að sjálfsögðu á því verði, eða 7700 isk. Mér fannst skipta meira máli að miðarnir kæmust í réttar hendur, til aðila sem munu standa, syngja og hvetja strákana allan leikinn,“ segir Linda Björk.Fleiri taka til máls í umræðunni og segja að svona virki þetta einfaldlega. Á stórmótum rjúki verðið upp og það verði enn hærra á næsta leik komist Ísland áfram í átta liða úrslitin. Aðrir segja að hver verði að sjá um sig sjálfur og ekki við neinn að sakast nema sjálfan sig ef maður er ekki með miða. Vísa þeir til þess að við upphaf miðasölu gátu stuðningsmenn allra þjóða pantað sér miða á leikina í riðlakeppninni en einnig svokallaða „follow your team“ miða þar sem stuðningsmenn gátu tryggt sér miða á alla leiki liðsins á meðan það væri í keppni. Þeir miðar fengust endurgreiddir kæmist liðið ekki áfram. Stuðningsmenn Englands virðast hafa nýtt sér þennan möguleika til fullnustu en ekki margir Íslendingar.„Bjánar, ekki stuðningsmenn“„Léleg framkoma. Að tuða möntruna „framboð og eftirspurn“ Gollumlega aftur og aftur með græðgislegan peningaglampa í augunum er mjög lélegt að mínu mati,“ segir Halldór Marteinsson um þá sem reyna að græða á endursölu. Pálmi Grímur Guðmundsson tekur undir.„Þetta eru bjánar ekki stuðningsmenn.“Einn og einn skýtur inn í að hann geti mögulega útvegað miðalausum miða á kostnaðarverði. Eftir stendur að flestir þeir sem ekki eru með miða í dag geta aðeins fundið miða á endursölusíðum, síðum á borð við Viagogo sem þéna pening sem þriðji aðili með því að kaupa upp miða þegar miðasala hefst og selja svo á hærra verði.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38 Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55
KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38
Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00
Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12