GK og GR Íslandmeistarar í golfi Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2016 15:24 Sigursveit GR í kvennaflokki fyrir ofan og Sigursveit GK í karlaflokki fyrir neðan. Mynd/Golfsamband Íslands Keilir er Íslandsmeistari karla í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs í úrslitaleik í dag í karlaflokki, en leikið var á Korúplfsstaðarvelli. Í kvennaflokki vann GR lið Keilis sem mistókst að tryggja sér tvennuna, það er að segja vinna í bæði karla- og kvennaflokki. Björgvin Sigurbergsson er liðstjóri GK, en Benedikt Sveinsson og Henning Darri Þórðarson töpuðu ekki leik í fjórmenninginum og léku gott golf. Lið GK var ógnarsterkt og vann sigur á GKG í úrslitaleiknum. GK hreppti, eins og áður segir, gullið og GKG lenti í öðru sæti, en GR lenti í þriðja sæti eftir mikla baráttu við Golfklúbb Mofellsbæjar sem vann mótið í fyrra. GJÓ og GKB voru í fimmta og sjötta sæti, en Golfklúbbur Borganess og Gofklúbbur Setbergs féllu í aðra deild og leika því þar að ári liðnu, en Golfklúbburinn leynir og Gofklúbbur Fjallabygðar/Hamar taka sæti þeirra.Lokastaðan karla: 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Kópav. og Garðab. 3. Golfklúbbur Reykjavíkur 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5. Golfklúbburinn Jökull 6. Golfklúbbur Kiðjabergs 7. Golfklúbbur Borgarness* 8. Golfklúbbur Setbergs* * GB og GSE falla í 2. deild. Í kvennaflokki vann Golfklúbbur Reykjavíkur sinn sautjánda Ísladsmeistaratitil í kvennaflokki eftir sigur á Keili í úrslitaleiknum, en Keilir átti möguleika á að vinna tvöfalt; bæði í karla- og kvennaflokki. GR hefur að skipta ógnasterkum hóp, en í þeim hóp er meðal annars Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem hefur verið að leika vel í Evrópu að undanförnu, en þar er einnig Sunna Víðisdóttir. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbburinn Oddur féllu úr fyrstu deild og leika því í annari deild á næstu leiktíð, en Golfklúbbur Selfoss og Golfklúbburinn Leyni taka sæti þeirra í efstu deild.Lokastaðan kvenna: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur 2. Golfklúbburinn Keilir 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar. 5. Golfklúbbur Suðurnesja. 6. Nesklúbburinn. 7. Golfklúbbur Akureyrar.* 8. Golfklúbburinn Oddur.* * GA og GO falla í 2. deild.Sigursveit GR í kvennaflokki.Mynd/Golfsamband ÍslandsSigursveit Keilis í karlaflokki.Mynd/Golfsamband Íslands Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keilir er Íslandsmeistari karla í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs í úrslitaleik í dag í karlaflokki, en leikið var á Korúplfsstaðarvelli. Í kvennaflokki vann GR lið Keilis sem mistókst að tryggja sér tvennuna, það er að segja vinna í bæði karla- og kvennaflokki. Björgvin Sigurbergsson er liðstjóri GK, en Benedikt Sveinsson og Henning Darri Þórðarson töpuðu ekki leik í fjórmenninginum og léku gott golf. Lið GK var ógnarsterkt og vann sigur á GKG í úrslitaleiknum. GK hreppti, eins og áður segir, gullið og GKG lenti í öðru sæti, en GR lenti í þriðja sæti eftir mikla baráttu við Golfklúbb Mofellsbæjar sem vann mótið í fyrra. GJÓ og GKB voru í fimmta og sjötta sæti, en Golfklúbbur Borganess og Gofklúbbur Setbergs féllu í aðra deild og leika því þar að ári liðnu, en Golfklúbburinn leynir og Gofklúbbur Fjallabygðar/Hamar taka sæti þeirra.Lokastaðan karla: 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Kópav. og Garðab. 3. Golfklúbbur Reykjavíkur 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5. Golfklúbburinn Jökull 6. Golfklúbbur Kiðjabergs 7. Golfklúbbur Borgarness* 8. Golfklúbbur Setbergs* * GB og GSE falla í 2. deild. Í kvennaflokki vann Golfklúbbur Reykjavíkur sinn sautjánda Ísladsmeistaratitil í kvennaflokki eftir sigur á Keili í úrslitaleiknum, en Keilir átti möguleika á að vinna tvöfalt; bæði í karla- og kvennaflokki. GR hefur að skipta ógnasterkum hóp, en í þeim hóp er meðal annars Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem hefur verið að leika vel í Evrópu að undanförnu, en þar er einnig Sunna Víðisdóttir. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbburinn Oddur féllu úr fyrstu deild og leika því í annari deild á næstu leiktíð, en Golfklúbbur Selfoss og Golfklúbburinn Leyni taka sæti þeirra í efstu deild.Lokastaðan kvenna: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur 2. Golfklúbburinn Keilir 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar. 5. Golfklúbbur Suðurnesja. 6. Nesklúbburinn. 7. Golfklúbbur Akureyrar.* 8. Golfklúbburinn Oddur.* * GA og GO falla í 2. deild.Sigursveit GR í kvennaflokki.Mynd/Golfsamband ÍslandsSigursveit Keilis í karlaflokki.Mynd/Golfsamband Íslands
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira