Hjartalæknir gefur Íslendingum góð ráð fyrir leikinn gegn Englandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2016 11:07 Þessir Íslendingar tóku daginn þokkalega snemma í Nice og munu styðja sína menn á Allianz Riviera í kvöld. Vísir/Vilhelm Hjartaáföllum getur fjölgað í kringum atburði þar sem mikil geðshræring grípur um sig. Reikna má með mikilli spennu í kvöld þegar England og Ísland mætast á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, hefur tekið saman góð ráð fyrir kvöldið en flautað verður til leiks klukkan 19. Davíð ráðleggur fólki meðal annars að borða ekki þunga máltíð rétt fyrir eða samhliða leiknum, forðast mikla áfengisneyslu og drekka nóg af vatni ef horft er á leikinn í miklum hita. Ef spennustigið verður of hátt er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum og jafnvel taka sér stutt hlé frá leiknum. Pistil Davíðs í heild má sjá hér að neðan. Geta landsleikir í fótbolta verið hættulegir heilsunni? Það hefur ekki farið framhjá neinum að knattspyrnulandsliðið okkar hefur staðið sig frábærlega vel á EM sem nú fer fram í Frakklandi. Ekki nóg með það heldur hafa leikirnir verið þvílíkt jafnir og spennandi að sumum þykir nóg um. Ýmsir hafa jafnvel velt fyrir sér hvort svona spenna sí ofan í æ geti verið óholl fyrir hjartað, ekki síst fyrir þá sem kunna að vera veikir fyrir. Geðshræring og hjartaáföll Það er þekkt að hjartaáföllum getur fjölgað í kringum atburði þar sem mikil geðshræring grípur um sig, til dæmis við náttúrurhamfarir og jafnvel alvarlegar umferðateppur. Fótbolti getur auðvitað leitt til þess að spennustig einstaklinga hækkar verulega og það hefur verið sýnt fram á aukningu á bráðum hjartatilfellum í kringum mikilvæga leiki. Það var gerð rannsókn í Þýskalandi þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var haldin þar fyrir áratug og kom í ljós að á leikdögum Þjóðverja fjölgaði komum til muna á bráðamóttökur vegna brjóstverkja og hjartsláttartruflana. Hér heima var gerð rannsókn í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Hún sýndi fram á aukningu á komum á bráðamóttökur hjá einstaklingum með einkenni frá hjarta í nokkra daga eftir frægt ávarp þáverandi forsætisráðherra. Íslendingar virðast því síður en svo vera ónæmir fyrir áhrifum stórra viðburða á heilsuna. Við urðum ekki vör við fjölgun á heimsóknum á Hjartagátt Landspítala í tengslum við leik Íslands og Austurríkis síðastliðinn miðvikudag þrátt fyrir mjög svo æsilegan endi á þeim leik. Samkvæmt ofansögðu er þó vissulega ákveðin hætta fyrir hendi. Það stefnir í spennandi leik gegn Englendingum á mánudaginn kemur og sumir spá að hann geti jafnvel endað í vítaspyrnukeppni. Ef svo fer mun heldur betur reyna á taugar landsmanna enda kannski fátt meira taugatrekkjandi en vítaspyrnukeppni þar sem mikið er í húfi. Er hægt að undirbúa sig fyrir svona átök? Það er auðvitað ekki hægt að ráðleggja fólki sem er veikt fyrir að horfa ekki á leikinn. Það myndu sennilega ekki margir hlusta á slíkar ráðleggingar hvort eða er. Þetta hefur jú verið þvílík skemmtun hingað til og svona árangur eflir auðvitað þjóðarstoltið svo um munar. Það eru þó nokkur almenn ráð sem rétt er að hafa í huga og gætu dregið úr hættu á bráðum uppákomum varðandi hjartað. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með þekktan hjartasjúkdóm. -Forðast að borða þunga máltíð rétt fyrir eða samhliða leiknum, ekki síst fituríkan skyndimat. -Ekki vera illa sofin. -Forðast mikla áfengisneyslu fyrir eða samhliða leiknum. -Forðast miklar reykingar þar sem tóbak eykur á samdrátt í kransæðum og getur þannig aukið líkur á hjartaáfalli undir þessum kringumstæðum. -Þeir sem eru á hjartalyfjum ættu að muna sérstaklega vel eftir á taka þau á leikdag. Þetta á ekki síst við ef þeir taka svokallaða beta blokka og hjartamagnýl. -Ef heitt er í veðri og horft er á leikinn úti, t.d. á Ingólfstorgi getur vatnsdrykkja samhliða verið gagnleg. -Ef spennustigið hjá einstaklingum verður of hátt, þá er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum og jafnvel taka sér stutt hlé frá leiknum. Ef einkenni frá hjarta gera vart við sig, einkum brjóstverkur sem varir í meira en nokkra mínútur eða skyndilegur hraður jafnvel óreglulegur hjartsláttur er ágætt að muna eftir númeri Neyðarlínunnar – 112. Áfram Ísland! Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga, Landspítala EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Hjartaáföllum getur fjölgað í kringum atburði þar sem mikil geðshræring grípur um sig. Reikna má með mikilli spennu í kvöld þegar England og Ísland mætast á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, hefur tekið saman góð ráð fyrir kvöldið en flautað verður til leiks klukkan 19. Davíð ráðleggur fólki meðal annars að borða ekki þunga máltíð rétt fyrir eða samhliða leiknum, forðast mikla áfengisneyslu og drekka nóg af vatni ef horft er á leikinn í miklum hita. Ef spennustigið verður of hátt er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum og jafnvel taka sér stutt hlé frá leiknum. Pistil Davíðs í heild má sjá hér að neðan. Geta landsleikir í fótbolta verið hættulegir heilsunni? Það hefur ekki farið framhjá neinum að knattspyrnulandsliðið okkar hefur staðið sig frábærlega vel á EM sem nú fer fram í Frakklandi. Ekki nóg með það heldur hafa leikirnir verið þvílíkt jafnir og spennandi að sumum þykir nóg um. Ýmsir hafa jafnvel velt fyrir sér hvort svona spenna sí ofan í æ geti verið óholl fyrir hjartað, ekki síst fyrir þá sem kunna að vera veikir fyrir. Geðshræring og hjartaáföll Það er þekkt að hjartaáföllum getur fjölgað í kringum atburði þar sem mikil geðshræring grípur um sig, til dæmis við náttúrurhamfarir og jafnvel alvarlegar umferðateppur. Fótbolti getur auðvitað leitt til þess að spennustig einstaklinga hækkar verulega og það hefur verið sýnt fram á aukningu á bráðum hjartatilfellum í kringum mikilvæga leiki. Það var gerð rannsókn í Þýskalandi þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var haldin þar fyrir áratug og kom í ljós að á leikdögum Þjóðverja fjölgaði komum til muna á bráðamóttökur vegna brjóstverkja og hjartsláttartruflana. Hér heima var gerð rannsókn í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Hún sýndi fram á aukningu á komum á bráðamóttökur hjá einstaklingum með einkenni frá hjarta í nokkra daga eftir frægt ávarp þáverandi forsætisráðherra. Íslendingar virðast því síður en svo vera ónæmir fyrir áhrifum stórra viðburða á heilsuna. Við urðum ekki vör við fjölgun á heimsóknum á Hjartagátt Landspítala í tengslum við leik Íslands og Austurríkis síðastliðinn miðvikudag þrátt fyrir mjög svo æsilegan endi á þeim leik. Samkvæmt ofansögðu er þó vissulega ákveðin hætta fyrir hendi. Það stefnir í spennandi leik gegn Englendingum á mánudaginn kemur og sumir spá að hann geti jafnvel endað í vítaspyrnukeppni. Ef svo fer mun heldur betur reyna á taugar landsmanna enda kannski fátt meira taugatrekkjandi en vítaspyrnukeppni þar sem mikið er í húfi. Er hægt að undirbúa sig fyrir svona átök? Það er auðvitað ekki hægt að ráðleggja fólki sem er veikt fyrir að horfa ekki á leikinn. Það myndu sennilega ekki margir hlusta á slíkar ráðleggingar hvort eða er. Þetta hefur jú verið þvílík skemmtun hingað til og svona árangur eflir auðvitað þjóðarstoltið svo um munar. Það eru þó nokkur almenn ráð sem rétt er að hafa í huga og gætu dregið úr hættu á bráðum uppákomum varðandi hjartað. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með þekktan hjartasjúkdóm. -Forðast að borða þunga máltíð rétt fyrir eða samhliða leiknum, ekki síst fituríkan skyndimat. -Ekki vera illa sofin. -Forðast mikla áfengisneyslu fyrir eða samhliða leiknum. -Forðast miklar reykingar þar sem tóbak eykur á samdrátt í kransæðum og getur þannig aukið líkur á hjartaáfalli undir þessum kringumstæðum. -Þeir sem eru á hjartalyfjum ættu að muna sérstaklega vel eftir á taka þau á leikdag. Þetta á ekki síst við ef þeir taka svokallaða beta blokka og hjartamagnýl. -Ef heitt er í veðri og horft er á leikinn úti, t.d. á Ingólfstorgi getur vatnsdrykkja samhliða verið gagnleg. -Ef spennustigið hjá einstaklingum verður of hátt, þá er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum og jafnvel taka sér stutt hlé frá leiknum. Ef einkenni frá hjarta gera vart við sig, einkum brjóstverkur sem varir í meira en nokkra mínútur eða skyndilegur hraður jafnvel óreglulegur hjartsláttur er ágætt að muna eftir númeri Neyðarlínunnar – 112. Áfram Ísland! Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga, Landspítala
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira