Tap Aston Martin tvöfaldast Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 15:21 Hinn væntanlegi Aston Martin DBX jepplingur. Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent
Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent