Renault-Nissan-Mitsubishi stærra en Toyota árið 2017? Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 09:53 Renault, Nissan og Mitsubishi verður líklega stærsti bílaframleiðandi heims. Við blasir að Nissan muni yfirtaka bílaframleiðslu Mitsubishi og hefur þegar tryggt sér ráðandi hlut í fyrirtækinu. Samstarf og krosseignarhald Renault og Nissan gerir þá að einni heild í augum margra. Ef samanlögð bílaframleiðsla þessara þriggja bílaframleiðenda er lögð saman, þ.e. Reanult, Nissan og Mitsubishi eru miklar líkur til þess að þau muni selja fleiri bíla en Toyota árið 2017 og verði fyrir vikið stærsti eða næststærsti bílaframleiðandi heims. Búist er við því að þessi þrjú fyrirtæki selji fleiri bíla en Toyota strax á næsta ári. Þá er bara spurning hversu marga bíla Volkswagen bílafjölskyldan selur á því ári. Því gæti þessi bílþrenning orðið stærsti bílaframleiðandi heims strax á næsta ári. Árið 2023 er spáð 12 milljón bíla sölu Renault-Nissan-Mitsubishi, en aðeins 10,8 milljónum hjá Toyota. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Við blasir að Nissan muni yfirtaka bílaframleiðslu Mitsubishi og hefur þegar tryggt sér ráðandi hlut í fyrirtækinu. Samstarf og krosseignarhald Renault og Nissan gerir þá að einni heild í augum margra. Ef samanlögð bílaframleiðsla þessara þriggja bílaframleiðenda er lögð saman, þ.e. Reanult, Nissan og Mitsubishi eru miklar líkur til þess að þau muni selja fleiri bíla en Toyota árið 2017 og verði fyrir vikið stærsti eða næststærsti bílaframleiðandi heims. Búist er við því að þessi þrjú fyrirtæki selji fleiri bíla en Toyota strax á næsta ári. Þá er bara spurning hversu marga bíla Volkswagen bílafjölskyldan selur á því ári. Því gæti þessi bílþrenning orðið stærsti bílaframleiðandi heims strax á næsta ári. Árið 2023 er spáð 12 milljón bíla sölu Renault-Nissan-Mitsubishi, en aðeins 10,8 milljónum hjá Toyota.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent