Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Birgir Olgeirsson skrifar 28. júní 2016 12:54 Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gær en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. Vísir/EPA „Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20