Vilja skjótan skilnað Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Farage og Juncker á Evrópuþingi í gær þar sem hitnaði í kolunum. Mynd/EPA Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann. Brexit Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann.
Brexit Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira