Vilja skjótan skilnað Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Farage og Juncker á Evrópuþingi í gær þar sem hitnaði í kolunum. Mynd/EPA Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann. Brexit Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Í gær kom Evrópuþingið saman til þess að ræða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Á þinginu var breska úrsagnarfylkingin gagnrýnd harðlega. Nigel Farage formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP) var sakaður um nasistaáróður og lygar. Farage sagði Evrópusambandið í afneitun og dró upp dökka mynd af þingmönnum þess. Þeir hefðu fæstir unnið alvöru verk sína ævi. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, reiddist á fundinum þingmönnum UKIP þegar þeir fögnuðu orðum hans að virða yrði niðurstöður kosninganna. „Hvað eruð þið að gera hérna?“ Spurði Juncker. Bresk stjórnvöld þurfa að virkja 50. grein Lissabonsáttmálans til þess að hefja úrsagnarferli sitt úr Evrópusambandinu. Cameron mun ekki virkja greinina og vísar á eftirmann sinn. „Engar skýringar, engar viðræður,“ sagði Juncker á þinginu um framvinduna. Ósk leiðtoga í Evrópu um skjótan skilnað er skiljanleg. Bresk yfirvöld þurfa að bregðast hratt við til þess að lægja öldurnar og minnka efnahagslegar afleiðingar í álfunni vegna úrsagnarinnar.Glass fékk líflátshótanir Fjármálamarkaðir tóku aðeins við sér í gær eftir að sterlingspundið náði sögulegum lægðum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands lýsti þeirri skoðun sinni á mánudag að það þyrfti að draga úr neyslu og hækka skatta til að jafna efnahaginn. Óvissan vofir yfir bresku efnahagslífi og síðan þá hafa fyrirtæki tilkynnt unm ráðningabann og mögulegan niðurskurð. Hræringar í stjórnmálum skekja samfélagið. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins galt afhroð í gær, 172 þingmenn lýstu á hann vantrausti á móti 40 þingmönnum. Þá berast enn fréttir af áreiti í garð innflytjenda og tíðari afskipti lögreglu af rasistum. Pat Glass fráfarandi þingmaður Verkamannaflokksins sagði frá því í gær að hún hefði fengið líflátshótanir og því verið fjarri kosningavökum á kjördag. Glass vildi áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.Jim Jones flutti til London frá Cirincester. Fréttablaðið/Bjarni EinarssonLítil sneið af Evrópu Það eru ekki eingöngu innflytjendur og ráðamenn sem hafa áhyggjur af breyttu þjóðfélagi eftir Brexit. Jim Jones er ungur maður aðfluttur til London frá Crincester. Jim starfar á pítsastað í Soho í London. Sem dæmi um hugarfarið á pítsastaðnum var ný pítsa kynnt á matseðilinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna með þessum orðum. „Lítil sneið af Evrópu sem Farage og fylgismenn komast ekki með klær sínar í.“ „Veruleikinn sem foreldrar okkar og eldri kynslóðir kjósa yfir okkur eru ekki í anda þess frelsis sem við óskum okkur að búa við,“ segir Jim. Í Cirencester er lifibrauðið landbúnaður og Jim bendir á að eftir Brexit verði áhrifanna vart þaðan til þessa litla pítsastaðar í London. „Þannig er lífið. Það eru svo mest innflytjendur sem starfa í hótel og veitingaiðnaði í London. Líka hér. Ef að pundið fellur þá hækkar kostnaður til framleiðslu. Á endanum verður allur kostnaður meiri og ef að í þokkabót það verður minna um starfsfólk sem er tilbúið að leggja hart að sér, þá erum við í vanda stödd,“ segir þessi ungi maður og bendir á pítsuna sem hann hefur lagt á borðið. „Þessi pítsa, verður dýrari og það verður erfiðara að framleiða hana,“ segir hann.
Brexit Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira