Erlent

Corbyn segir ekki af sér þrátt fyrir vantraust

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jeremy Corbynhefur mátt þola harða gagnrýni eftir Brexit-kosningarnar.
Jeremy Corbynhefur mátt þola harða gagnrýni eftir Brexit-kosningarnar. Vísir/EPA
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, ætlar ekki af segja af sér formennsku flokksins þrátt fyrir að 172 þingmenn flokksins hafi kosið með vantrauststillögu honum á hendur.

„Ég var kjörinn formaður flokksins með sextíu prósenta fylgi á lýðræðislegan hátt,“ sagði Corbyn og bætti því að hann ekki myndi svíkja þá sem stutt hafi hann í formannskjöri á síðasta ári er Corbyn var kjörinn formaður.

Margir þingmenn flokksins hafa gagnrýnt og efast um leiðtogahæfni Corbyn í Brexit-kosningunum. Frá því á sunnudaginn hafa að minnsta kosti átján skuggamálaráðherrar Verkamannaflokksins sagt af sér.

Engar reglur eru í gildi innan Verkamannaflokksins sem segja að Corbyn þurfi að segja af sér vegna vantraustsins. Ljóst er þó að staða hans er veik en aðeins 40 þingmenn kusu gegn tillögunni.


Tengdar fréttir

Ólga og rasismi í Bretlandi

Rasistar nýta sér úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu síðustu viku. Lögregla tekst á við fjölda hatursglæpa. Breska pundið í þrjátíu ára lægð og hlutabréfahrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×