Nýr Porsche Panamera fór Nürburgring á 7:38 Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 10:36 Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent