Aðeins 13 þættir eftir af Game of Thrones Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. júní 2016 10:55 Næturkóngurinn verður líklegast helsta ógnin í komandi seríum. Vísir/HBO Aðdáendur Game of Thrones eru líklegast ennþá að jafna sig eftir svakalegan lokaþátt sjöttu seríu. Þar urðu ýmsar breytingar á valdataflinu í Westeros svo ekki sé meira sagt. Nú hafa framleiðendur þáttanna staðfest að aðeins tvær seríur séu eftir. Ekki nóg með það heldur verða þessar seríur í styttra laginu því aðeins 13 þættir eru eftir. Næsta sería verður aðeins 7 þættir en nú hefur fengist staðfest að lokaserían verður aðeins sex þættir. Meðframleiðendur þáttanna og handritshöfundar David Benioff og D. B. Weiss hafa nú staðfest að heildarserían um Game of Thrones verði aðeins um 73 klukkustunda löng. Nú þegar hafa þættirnir 60 sem búið er að framleiða flestir verið um klukkustunda langir sem þýðir að aðeins 13 klukkustundir eru eftir af sjónvarpssögunni.Þættirnir núna mjög ólíkir bókunumMiðað við að höfundur bókanna George R. R. Martin á enn eftir að gefa út tvær risastórar bækur í seríunni er því orðið ljóst að margt sem gerist í bókunum verður ekki með í þáttunum. Þau þáttaskil urðu við gerð sjöttu seríu að þættirnir fóru lengra en söguþráður bókanna. Framleiðendur þáttanna hafa sagt að þeir séu að færast að sömu lokaniðurstöðu og Martin með bókunum en að þeir fari aðra leið. Martin gaf síðast út bókina A Dance with Dragons sem var sú fimmta í Song of Ice and Fire röðinni sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á. Hann hefur átt í erfiðleikum með að klára næstu bók The Winds of Winter sem er þó nálægt því að vera fullkláruð. Breytingarnar í þáttunum hingað til frá söguþræði bókana hefur verið nokkur auk þess sem þættirnir eru komnir lengra í sögunni. Til að mynda er Jon Snow ennþá dauður í bókunum, Sansa Stark giftist aldrei illmenninu Ramsay Bolton og Tyrion Lannister hefur ekki enn hitt Daenerys Targaryen svo fátt eitt sé nefnt. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15 Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Aðdáendur Game of Thrones eru líklegast ennþá að jafna sig eftir svakalegan lokaþátt sjöttu seríu. Þar urðu ýmsar breytingar á valdataflinu í Westeros svo ekki sé meira sagt. Nú hafa framleiðendur þáttanna staðfest að aðeins tvær seríur séu eftir. Ekki nóg með það heldur verða þessar seríur í styttra laginu því aðeins 13 þættir eru eftir. Næsta sería verður aðeins 7 þættir en nú hefur fengist staðfest að lokaserían verður aðeins sex þættir. Meðframleiðendur þáttanna og handritshöfundar David Benioff og D. B. Weiss hafa nú staðfest að heildarserían um Game of Thrones verði aðeins um 73 klukkustunda löng. Nú þegar hafa þættirnir 60 sem búið er að framleiða flestir verið um klukkustunda langir sem þýðir að aðeins 13 klukkustundir eru eftir af sjónvarpssögunni.Þættirnir núna mjög ólíkir bókunumMiðað við að höfundur bókanna George R. R. Martin á enn eftir að gefa út tvær risastórar bækur í seríunni er því orðið ljóst að margt sem gerist í bókunum verður ekki með í þáttunum. Þau þáttaskil urðu við gerð sjöttu seríu að þættirnir fóru lengra en söguþráður bókanna. Framleiðendur þáttanna hafa sagt að þeir séu að færast að sömu lokaniðurstöðu og Martin með bókunum en að þeir fari aðra leið. Martin gaf síðast út bókina A Dance with Dragons sem var sú fimmta í Song of Ice and Fire röðinni sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á. Hann hefur átt í erfiðleikum með að klára næstu bók The Winds of Winter sem er þó nálægt því að vera fullkláruð. Breytingarnar í þáttunum hingað til frá söguþræði bókana hefur verið nokkur auk þess sem þættirnir eru komnir lengra í sögunni. Til að mynda er Jon Snow ennþá dauður í bókunum, Sansa Stark giftist aldrei illmenninu Ramsay Bolton og Tyrion Lannister hefur ekki enn hitt Daenerys Targaryen svo fátt eitt sé nefnt.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15 Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15
Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15
Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30