Lax-Á tryggir sér Leirvogsá frá 2017 Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2016 10:00 Leirvogsá var í útboði nýlega og orðrómur var um að áin myndi líklega skipta um hendur eftir þetta tímabil. Sá orðrómur er staðfestur með tilkynningu frá Lax-Á sem hefur samið um leigu á Leirvogsá frá 2017 til fjögurra ára. Leirvogsá hefur notið mikilla vinsælda í mörg ár og hefur veiðin í henni oft verið geysilega góð á aðeins tvær stangir en áin hefur líka verið griðastaður þeirra sem vilja veiða á maðk. Maðkveiði er þó víðast hvar á undanhaldi og verður svo einnig í Leirvogsá eins og tekið er fram í tilkynningunni frá Lax-Á og mun það líklega draga að fleiri veiðimenn sem eingöngu veiða á flugu. Áin er enda mjög skemmtileg sem nett fluguveiðiá. Fréttatilkynningin frá Lax-Á er svohljóðandi:"Stangveiðifélaginu Lax-Á er ánægja að tilkynna undirritun samnings um leigu á Leirvogsá til fjögurra ára frá og með sumrinu 2017.Leirvogsá hefur lengi skipað sér sess á meðal bestu laxveiðiáa Íslands og er meðalveiði á stöng þar með því besta sem þekkist. Það er von okkar að á næstu árum nái hún að festa sig í sessi sem besta tveggja stanga á landsins.Örlitlar breytingar verða gerðar á veiðitilhögun.Frá og með sumrinu 2017 verður áin eingöngu veidd með flugu og sleppskylda verður á laxi yfir 70cm, hóflegur kvóti verður á smálax á stöng á dag.Við bjóðum veiðimenn velkomna á bakka Leirvogsár sumarið 2017.Stangveiðifélagið Lax-Á" Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Leirvogsá var í útboði nýlega og orðrómur var um að áin myndi líklega skipta um hendur eftir þetta tímabil. Sá orðrómur er staðfestur með tilkynningu frá Lax-Á sem hefur samið um leigu á Leirvogsá frá 2017 til fjögurra ára. Leirvogsá hefur notið mikilla vinsælda í mörg ár og hefur veiðin í henni oft verið geysilega góð á aðeins tvær stangir en áin hefur líka verið griðastaður þeirra sem vilja veiða á maðk. Maðkveiði er þó víðast hvar á undanhaldi og verður svo einnig í Leirvogsá eins og tekið er fram í tilkynningunni frá Lax-Á og mun það líklega draga að fleiri veiðimenn sem eingöngu veiða á flugu. Áin er enda mjög skemmtileg sem nett fluguveiðiá. Fréttatilkynningin frá Lax-Á er svohljóðandi:"Stangveiðifélaginu Lax-Á er ánægja að tilkynna undirritun samnings um leigu á Leirvogsá til fjögurra ára frá og með sumrinu 2017.Leirvogsá hefur lengi skipað sér sess á meðal bestu laxveiðiáa Íslands og er meðalveiði á stöng þar með því besta sem þekkist. Það er von okkar að á næstu árum nái hún að festa sig í sessi sem besta tveggja stanga á landsins.Örlitlar breytingar verða gerðar á veiðitilhögun.Frá og með sumrinu 2017 verður áin eingöngu veidd með flugu og sleppskylda verður á laxi yfir 70cm, hóflegur kvóti verður á smálax á stöng á dag.Við bjóðum veiðimenn velkomna á bakka Leirvogsár sumarið 2017.Stangveiðifélagið Lax-Á"
Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði