Mikið líf í Elliðavatni um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2016 09:00 Það veiddist vel í Elliðavatni um helgina Mynd úr safni Eftir nokkra bið fréttist loksins af góðri veiði við Elliðavatn um helgina en sumir gerðu bara ágæta veiði þar. Það hefur verið alveg furðulega lítið að frétta af Elliðavatni framan af sumri og nokkrir unnendur vatnsins voru farnir að hafa nokkrar áhyggjur. Ekki ber að skilja það sem svo að vatnið sé dautt en lítið líf var flesta dagana. En þetta virðist loksins vera farið í gang því við höfum þegar frétt af nokkrum veiðimönnum sem gerðu fína daga um helgina og urðu varir við nokkuð mikið líf. Nökkvi Svavarsson var til að mynda við Riðhól og sagði að mikið líf hefði verið á svæðinu. Hann náði þremur og fékk mikið af töku ásamt því að sjá uppítökur út um allt. Sama sagði Einar Hjaltason sem var á Þingnesinu báða daga um helgina með samtals átján fiska, sex bleikjur og tólf urriða þar af einn um 57 sm sem hann sleppti. Fiskurinn er að taka litlar svartar púpur best og það virtist virka best að hafa þær léttklæddar sbr. Langskegg, léttklæddan Taylor og Teal and Bland púpu. Það er gott að heyra að vatnið sé farið í gang því þetta er ein öflugasta uppeldisstöð veiðimanna Reykjavíkursvæðinu og þarna hafa margir tekið sinn fyrsta flugufisk og þarna eiga vonandi enn fleiri eftir að taka sinn fyrsta flugufisk. Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði
Eftir nokkra bið fréttist loksins af góðri veiði við Elliðavatn um helgina en sumir gerðu bara ágæta veiði þar. Það hefur verið alveg furðulega lítið að frétta af Elliðavatni framan af sumri og nokkrir unnendur vatnsins voru farnir að hafa nokkrar áhyggjur. Ekki ber að skilja það sem svo að vatnið sé dautt en lítið líf var flesta dagana. En þetta virðist loksins vera farið í gang því við höfum þegar frétt af nokkrum veiðimönnum sem gerðu fína daga um helgina og urðu varir við nokkuð mikið líf. Nökkvi Svavarsson var til að mynda við Riðhól og sagði að mikið líf hefði verið á svæðinu. Hann náði þremur og fékk mikið af töku ásamt því að sjá uppítökur út um allt. Sama sagði Einar Hjaltason sem var á Þingnesinu báða daga um helgina með samtals átján fiska, sex bleikjur og tólf urriða þar af einn um 57 sm sem hann sleppti. Fiskurinn er að taka litlar svartar púpur best og það virtist virka best að hafa þær léttklæddar sbr. Langskegg, léttklæddan Taylor og Teal and Bland púpu. Það er gott að heyra að vatnið sé farið í gang því þetta er ein öflugasta uppeldisstöð veiðimanna Reykjavíkursvæðinu og þarna hafa margir tekið sinn fyrsta flugufisk og þarna eiga vonandi enn fleiri eftir að taka sinn fyrsta flugufisk.
Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði