Hinsegin hatur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2016 07:00 Ef kolvitlaus byssumaður myndi birtast meðal keppanda um rauðhærðasta Íslendinginn á Írskum dögum á Akranesi og hefja skothríð og myrða 49 rauðhærða myndu allir tala um manninn sem hataði rauðhært fólk. Hvort sem maðurinn ætti sögu um andleg veikindi eða segðist drepa í nafni hryðjuverkasamtaka þá myndi enginn efast um að ráðist hefði verið á rauðhært fólk af þeirri einföldu ástæðu að það er rauðhært. Á sunnudaginn voru 49 skotnir til bana á skemmtistað fyrir hinsegin fólk. Hinir látnu eru allir hinsegin. Byssumaðurinn var auðvitað bilaður og kannski var hann meðlimur í hryðjuverkasamtökum. En hann drap þetta fólk, ekki eitthvert annað fólk, af því að það var hinsegin. Í gær fylgdist ég með bandarískum fjölmiðlum í miklum vandræðagangi fjalla um þennan hroðalega verknað en kalla hann nær aldrei réttu nafni. Það var talað um árás gegn manneskjum. Árás gegn vestrænum gildum. Árás gegn ungu fólki sem er úti að skemmta sér. Árás gegn frelsinu. Enn eitt hryðjuverkið. Þetta er allt rétt. En það er líka nauðsynlegt að segja það hátt og skýrt að þetta fólk var drepið af því að það var hinsegin. Annars erum við að fela eitthvað. Kannski þá staðreynd að fimmti hver hatursglæpur sem framinn er í Bandaríkjunum er gegn hinsegin fólki. Þetta hatur er ekkert nýtt. Kannski að hinsegin fólk segist oft finna fyrir ótta á götum úti. Finnist það taka sjénsinn við hvern koss. Og kannski erum við að fela að þrátt fyrir allt vestræna frjálslyndið sem við státum okkur af og ítrekað hefur verið ráðist á, þá eru bara ekki allir frjálsir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Hinsegin Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Ef kolvitlaus byssumaður myndi birtast meðal keppanda um rauðhærðasta Íslendinginn á Írskum dögum á Akranesi og hefja skothríð og myrða 49 rauðhærða myndu allir tala um manninn sem hataði rauðhært fólk. Hvort sem maðurinn ætti sögu um andleg veikindi eða segðist drepa í nafni hryðjuverkasamtaka þá myndi enginn efast um að ráðist hefði verið á rauðhært fólk af þeirri einföldu ástæðu að það er rauðhært. Á sunnudaginn voru 49 skotnir til bana á skemmtistað fyrir hinsegin fólk. Hinir látnu eru allir hinsegin. Byssumaðurinn var auðvitað bilaður og kannski var hann meðlimur í hryðjuverkasamtökum. En hann drap þetta fólk, ekki eitthvert annað fólk, af því að það var hinsegin. Í gær fylgdist ég með bandarískum fjölmiðlum í miklum vandræðagangi fjalla um þennan hroðalega verknað en kalla hann nær aldrei réttu nafni. Það var talað um árás gegn manneskjum. Árás gegn vestrænum gildum. Árás gegn ungu fólki sem er úti að skemmta sér. Árás gegn frelsinu. Enn eitt hryðjuverkið. Þetta er allt rétt. En það er líka nauðsynlegt að segja það hátt og skýrt að þetta fólk var drepið af því að það var hinsegin. Annars erum við að fela eitthvað. Kannski þá staðreynd að fimmti hver hatursglæpur sem framinn er í Bandaríkjunum er gegn hinsegin fólki. Þetta hatur er ekkert nýtt. Kannski að hinsegin fólk segist oft finna fyrir ótta á götum úti. Finnist það taka sjénsinn við hvern koss. Og kannski erum við að fela að þrátt fyrir allt vestræna frjálslyndið sem við státum okkur af og ítrekað hefur verið ráðist á, þá eru bara ekki allir frjálsir.