Ronaldo sagði að íslenska liðið hefði fagnað jafnteflinu í gær eins og liðið hefði unnið EM.
„Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ sagði Ronaldo en þess má reyndar geta að portúgalska liðið hefur ekki unnið neitt stórmót með Ronaldo innanborðs.
Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland
Svo neitaði Ronaldo að taka í hönd leikmanna íslenska liðsins. Hann var einfaldlega tapsár, þó svo lið hans hafi ekki tapað, og hagaði sér eins og kjáni.
Mikið var rætt um viðbrögð Ronaldo á samfélagsmiðlum í gær og fengu orð Ronaldo lítinn hljómgrunn. Fólk lét hann frekar heyra það fyrir þennan hroka sinn.
Enski fjölmiðlamaðurinn er með vinsælli mönnum á Twitter og hann lét til sín taka í morgun. Sagði Ronaldo að rétt viðbrögð eftir svona leik væri að grjóthalda kjafti. „Þannig að þegiðu þarna sjálfselskandi kjáninn þinn,“ skrifaði Morgan.
Hey mate @Cristiano, when you can't even beat #Iceland the correct response is shamed silence so pipe down you egotistical goon.
— Piers Morgan (@piersmorgan) June 15, 2016