Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2016 17:00 Það var góð veiði á Arnarvatnsheiði um helgina. Mynd: Ingólfur Kolbeinsson Arnarvatnsheiði er sannkölluð paradís veiðimanna því þar má finna mörg frábær veiðivötn og nóg af fiski. Það var ekki mikið um manninn um helgina uppá heiðinni en veiðin hjá þeim sem lögðu land undir fót var góð, fiskurinn vænn og aðstæður allar hinar bestu. Það eina sem plagaði veiðimenn var fluga en á stundum var svo mikið af flugu að erfitt var að vera við vötnin. Við minnum veiðimenn þess vegna á að gleyma alls ekki flugnaneti og flugnaspreyi þegar lagt er í veiði uppá heiðina. Ingólfur Kolbeinsson oftast kenndur við veiðibúðina Vesturröst var á heiðinni ásamt nokkrum félögum og gerðu þeir góða veiði. "Bleikjan og urriðinn eru sérstaklega vel haldin og mikið af vel feitum fiski í flestum vötnunum" sagði Ingólfur í spjalli við Veiðivísi í morgun. "Það er þó rétt að gleyma alls ekki flugnanetum. Þegar þetta var verst var eina leiðin að koma netinu á sig án þess að fullt af flugu komi með var að taka smá sprett upp í vindinn og skella netinu á sig með hraði" bætti Ingólfur við. Þess má geta að vegurinn var ágætur norðar meginn og þeir sem eru á háum fólksbílum komast upp þar svo það ætti engin að láta það stöðva sig. Þetta er frábær tími núna þar sem sumarið byrjar á mun betri hita á daginn en í fyrra og veiðin vex bara með hverjum segi. Mest lesið Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Stefnir í eitt versta árið í Soginu Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði
Arnarvatnsheiði er sannkölluð paradís veiðimanna því þar má finna mörg frábær veiðivötn og nóg af fiski. Það var ekki mikið um manninn um helgina uppá heiðinni en veiðin hjá þeim sem lögðu land undir fót var góð, fiskurinn vænn og aðstæður allar hinar bestu. Það eina sem plagaði veiðimenn var fluga en á stundum var svo mikið af flugu að erfitt var að vera við vötnin. Við minnum veiðimenn þess vegna á að gleyma alls ekki flugnaneti og flugnaspreyi þegar lagt er í veiði uppá heiðina. Ingólfur Kolbeinsson oftast kenndur við veiðibúðina Vesturröst var á heiðinni ásamt nokkrum félögum og gerðu þeir góða veiði. "Bleikjan og urriðinn eru sérstaklega vel haldin og mikið af vel feitum fiski í flestum vötnunum" sagði Ingólfur í spjalli við Veiðivísi í morgun. "Það er þó rétt að gleyma alls ekki flugnanetum. Þegar þetta var verst var eina leiðin að koma netinu á sig án þess að fullt af flugu komi með var að taka smá sprett upp í vindinn og skella netinu á sig með hraði" bætti Ingólfur við. Þess má geta að vegurinn var ágætur norðar meginn og þeir sem eru á háum fólksbílum komast upp þar svo það ætti engin að láta það stöðva sig. Þetta er frábær tími núna þar sem sumarið byrjar á mun betri hita á daginn en í fyrra og veiðin vex bara með hverjum segi.
Mest lesið Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Stefnir í eitt versta árið í Soginu Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði