Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Bátar beggja hliða Brexit-deilunnar sigldu eftir ánni Thames fyrir utan þinghúsið í gær. Hiti var í fólki og hrópaði söngvarinn Bob Geldof, sem er andvígur Brexit, ókvæðisorð að Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins. Nordicphotos/AFP George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, deildi í gær sviði með fyrirrennara sínum, Alistair Darling, þar sem þeir vöruðu við mögulegum afleiðingum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir að hækka þurfi skatttekjur ríkisins um fimmtán milljarða punda og lækka ríkisútgjöld um svipaða upphæð, að jafngildi um 2.600 milljarða íslenskra króna. Meðal annars sagði Osborne að skera þyrfti niður í heilbrigðiskerfinu, menntun, varnarmálum og löggæslu. Tölurnar sagði Osborne byggðar á niðurstöðum Institute for Fiscal Studies á efnahagslegum áhrifum brotthvarfs. Meðal annars vegna breytinga á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir meðal annars að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í allt að tvö ár.George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.„Brotthvarf úr Evrópusambandinu mun hafa í för með sér efnahagslegt áfall sem myndi steypa Bretlandi í annað hrun,“ sagði Osborne í gær. Ummæli Osbornes féllu þó í grýttan jarðveg hjá þeim samflokksmönnum hans í Íhaldsflokknum sem aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain Duncan Smith, Liam Fox og Owen Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta leyft Osborne að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var eftir þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin lofaði því meðal annars í stefnu sinni að tekjuskattur og virðisaukaskattur myndu ekki hækka á kjörtímabilinu. „Okkur finnst ótrúlegt að fjármálaráðherra hóti að svíkja svo mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni. „Það er fáránlegt að segja að ef fólk vilji taka stjórnartaumana af Evrópusambandinu muni hann refsa því með þessum hætti,“ bættu þremenningarnir við. Þá segja þeir stöðu Osbornes einkar veika yrðu ályktanir hans að veruleika. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman myndu 47 prósent Breta kjósa að yfirgefa Evrópusambandið en 44 prósent áframhaldandi veru. Kosið verður 23. júní næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, deildi í gær sviði með fyrirrennara sínum, Alistair Darling, þar sem þeir vöruðu við mögulegum afleiðingum brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir að hækka þurfi skatttekjur ríkisins um fimmtán milljarða punda og lækka ríkisútgjöld um svipaða upphæð, að jafngildi um 2.600 milljarða íslenskra króna. Meðal annars sagði Osborne að skera þyrfti niður í heilbrigðiskerfinu, menntun, varnarmálum og löggæslu. Tölurnar sagði Osborne byggðar á niðurstöðum Institute for Fiscal Studies á efnahagslegum áhrifum brotthvarfs. Meðal annars vegna breytinga á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir meðal annars að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í allt að tvö ár.George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.„Brotthvarf úr Evrópusambandinu mun hafa í för með sér efnahagslegt áfall sem myndi steypa Bretlandi í annað hrun,“ sagði Osborne í gær. Ummæli Osbornes féllu þó í grýttan jarðveg hjá þeim samflokksmönnum hans í Íhaldsflokknum sem aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain Duncan Smith, Liam Fox og Owen Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta leyft Osborne að fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var eftir þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin lofaði því meðal annars í stefnu sinni að tekjuskattur og virðisaukaskattur myndu ekki hækka á kjörtímabilinu. „Okkur finnst ótrúlegt að fjármálaráðherra hóti að svíkja svo mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni. „Það er fáránlegt að segja að ef fólk vilji taka stjórnartaumana af Evrópusambandinu muni hann refsa því með þessum hætti,“ bættu þremenningarnir við. Þá segja þeir stöðu Osbornes einkar veika yrðu ályktanir hans að veruleika. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman myndu 47 prósent Breta kjósa að yfirgefa Evrópusambandið en 44 prósent áframhaldandi veru. Kosið verður 23. júní næstkomandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira