Sport

Vigdís setti Íslandsmet í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingurinn Vigdís Jónsdóttir.
FH-ingurinn Vigdís Jónsdóttir. Vísir/Pjetur
FH-ingurinn Vigdís Jónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í sleggjukasti á 74. Vormóti ÍR sem fór fram í gær.

Vigdís kastaði sleggjunni 58,56 metra og bætti sitt eigið met um þrettán sentímetra en hún hafði lengst kastað 58,43 metra í fyrra.

Vigdís er tvítug og hefur verið að bæta sig á hverju ári að undanförnu. Þetta flotta kast er að sjálfsögðu líka met í flokki 20 til 22 ára

Það voru líka fleiri að gera góða hluti á mótinu í Laugardalnum í gær.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR setti stúlknamet 15 ára í 200 metra hlaupi þegar hún hljóp á 25.04 sekúndum en gamla metið sem var 25.04 sekúndur var orðið 10 ára gamalt og í eigu Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur úr USVH.

Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR keppti í 2000 metra hindrunarhlaupi og hljóp á tímanum 7:05,87 mínútum sem er undir lágmarki á EMU18 í Georgíu í sumar og vel það þar sem lágmarkið er 7:25 mínútur. Andrea er skammt frá Íslandsmetinu í greininni sem er rétt undir 7:05 mínútum.

Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR kastaði kringlunni 48,07 metra og náði lágmarki á HMU20 í Póllandi í sumar. Thelma hefur tekið mjög stórstígum framförum í kringlukastinu að undanförnu.

Hlynur Andrésson úr ÍR sigraði í Kaldalshlaupinu og það með yfirburðum hljóp á 8:39,96 mínútum.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×