Lífið

Spennan magnast í WOW Cyclothon

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Það er einstök upplifun að hjóla á þjóðveginum í kringum Ísland og stemmningin er eftir því.
Það er einstök upplifun að hjóla á þjóðveginum í kringum Ísland og stemmningin er eftir því. Vísir/Kristinn Magnússon
Hljóðreiðakeppnin WOW Cyclothon er nú í fullum gangi og ríkir töluverð spenna sérstaklega hvað einstaklingskeppnina varðar. Þegar þetta er skrifað hafa duglegustu hjólakapparnir náð alla leið að Jökulsárlóni.

Eiríkur Ingi er fyrstu í einstaklingskeppninni en rétt á eftir honum er Omar Di Felice sem nálgast hann óðfluga. Enn er óhugsandi að spá fyrir um úrslitin en búist er við því að annar þeirra eða báðir komist á leiðarenda á morgun.

Eina konan sem tók þátt í dag í einstaklingskeppninni hætti þegar hún kom að Mývatnssveit vegna þreytu. Hún var samt sátt við sitt og ánægð með hjólatúrinn. Þrír aðrir erlendir aðilar hafa einnig hætt keppni og því eru fjórir eftir í einstaklingskeppninni.

Olís fremstir

Í liðakeppninni er lið Olís fremst sem eru komnir í Álftafjörð. Tíu mínútum á eftir þeim er lið Team Skoda. Rétt á eftir þeim eru þrjú önnur lið; CCP, Volvo og DeCode. Liðin voru öll á Akureyri klukkan fjögur í nótt.

Í fyrsta skipti í sögu keppninnar þurftu dómarar að beita refsiaðgerðum. Tvö lið þurftu að skipta út hjólara eftir að skráningarferli lauk og voru því tilneyddir til þess að stoppa á Akureyri í fjórar mínútur.

Allt gengur vel og von er á þeim í mark klukkan fimm í nótt ef veður leyfir á suðurlandi.

Fylgist með liðunum á ferð sinni

Hægt er að fylgjast með liðunum hér í sérstökum spilara WOW Cyclothon hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Ætlar í mark á hundrað ára hjóli

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ætlar að taka 100 ára gamalt reiðhjól til kostanna í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni og hjóla í mark á þjóðhátíðardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×