Sama veiði og 10. júlí í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 17. júní 2016 10:00 Jökull Þór Jónsson með 94 sm hæng úr Eystri Rangá og þessi lax fór í klakkistu. Mynd: Eystri Rangá FB Við höfum greint frá góðum gangi í klakveiðinni í Eystri Rangá en áin er mjög gott dæmi um hversu snemma laxinn er að koma í ár. Í gær kom til að mynda stór ganga í ánna og urðu menn vel varir við hana á neðsta veiðistaðnum í ánni, Bátsvaði, þegar gangan fór þar framhjá. Að þetta sé að gerast 15. júní er alveg ótrúlegt og eins og allir vita á þetta bara eftir að aukast og nú er bara spurningin hvenær í sumar göngurnar í ánna ná hámarki. "Við erum að veiða í klakið núna og í dag vorum við komnir með 115 laxa sem er bara svipað og veiðitalan var í kringum 10. júlí í fyrra" sagði Einar Lúðvíksson umsjónarmaður Eystri Rangár í samtali við Vísi. "Laxinn er allur vænn tveggja ára lax sem kemur afskaplega fallegur úr sjó svo aðstæðurnar hafa verið þessum laxi mjög hagstæðar" sagði Einar enn fremur. Eystri Rangá opnar 1. júlí og miðað við hvað það er mikill lax gengin í hana þá má búast við því að þarna verði enn ein stór opnunin í laxveiðiá í sumar. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðimenn búnir undir vorkulda fram í miðjan júní á norðurlandi Veiði 86 sm lax úr Elliðaánum Veiði Laxveiði fer hægt af stað Veiði Vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Austurbakki Hólsár er að gefa vel Veiði
Við höfum greint frá góðum gangi í klakveiðinni í Eystri Rangá en áin er mjög gott dæmi um hversu snemma laxinn er að koma í ár. Í gær kom til að mynda stór ganga í ánna og urðu menn vel varir við hana á neðsta veiðistaðnum í ánni, Bátsvaði, þegar gangan fór þar framhjá. Að þetta sé að gerast 15. júní er alveg ótrúlegt og eins og allir vita á þetta bara eftir að aukast og nú er bara spurningin hvenær í sumar göngurnar í ánna ná hámarki. "Við erum að veiða í klakið núna og í dag vorum við komnir með 115 laxa sem er bara svipað og veiðitalan var í kringum 10. júlí í fyrra" sagði Einar Lúðvíksson umsjónarmaður Eystri Rangár í samtali við Vísi. "Laxinn er allur vænn tveggja ára lax sem kemur afskaplega fallegur úr sjó svo aðstæðurnar hafa verið þessum laxi mjög hagstæðar" sagði Einar enn fremur. Eystri Rangá opnar 1. júlí og miðað við hvað það er mikill lax gengin í hana þá má búast við því að þarna verði enn ein stór opnunin í laxveiðiá í sumar.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Veiðimenn búnir undir vorkulda fram í miðjan júní á norðurlandi Veiði 86 sm lax úr Elliðaánum Veiði Laxveiði fer hægt af stað Veiði Vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Austurbakki Hólsár er að gefa vel Veiði